Sjávarútvegsráðherra segir stjórnarflokkana ekki samstíga Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 18:40 Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira