Til hamingju með daginn Marc Jacobs Elísabet Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 20:30 Marc Jacobs fagnar 52 árum í dag. Bandaríski hönnuðurinn Marc Jacobs er 52 ára í dag. Glamour óskar honum innilega til hamingju með daginn. Herra Jacobs er einn af risunum í tískuheiminum, trendsetter og einn af helstu skemmtikröftum í bransanum. Hann er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og berjast fyrir því sem hann stendur fyrir. En hvað hefur þessi rúmrar hálfrar aldar gamli maður gert í gegnum árin? Árið 1997 var hann ráðinn sem listrænn stjórnandi Louis Vuitton. Hann umbreytti merkinu og hleypti af stað "ready-to-wear" línu hjá fyrirtækinu. Frægastur var hann þó fyrir þær sýningar sem hann setti upp á tískuvikunum fyrir merkið. Fólk beið spennt eftir því að sjá hvað honum hefði dottið í hug og varð sjaldnast fyrir vonbrigðum. Marc Jacobs og Kate Moss á góðri stunduMarc er þekktur fyrir vinskap sinn við frægar tískufyrirmyndir samtímans. Þekktast er samband hans við Kate Moss og aðrar góðvinkonur hans eru t.d. Victoria Beckham, Cara Delevingne og Nicki Minaj.Miley Cyrus hefur hjálpað hönnuðinum í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra. Hún setti inn Instagram mynd klædd í bol eftir Marc þar sem hún lýsti yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra. Sú birting vakti heimsathygli. Marc hefur barist fyrir fleiri málefnum og er herferð hans gegn húðkrabbameini þekkt. Þar var Heidi Klum andlit, eða réttara sagt líkami herferðarinnar. Prentaðir voru bolir með yfirskriftinni "Protect The Skin You're In" eða "Verndaðu húðina þína". Stjörnur eins og Miley Cyrus, Naomi Campell og Victoria Beckham hafa allar sett nafn sitt við málstaðinn.Marc þykir afar sniðugur í markaðsmálum. Hann var einn af fyrstu hönnuðunum sem settu nafn sitt við Coke Light vörumerkið, en hann hannaði dós fyrir vörumerkið og var andlit auglýsingaherferðar. Það má segja að hann hafi gert Coke Light að því tískukóki sem það er þekkt í dag. Marc hrinti síðan af stað herferð á Instagram og Twitter á síðasta ári til að reyna að finna ný andlit fyrir vörulínur hjá Marc by Marc Jacobs undir kassamerkinu #CastMeMarc. Fleiri en 70.000 manns tóku þátt í herferðinni. Undirlínan, Marc by Marc Jacobs, kom á markað vorið 2001 en mun því miður detta úr sölu núna á árinu. Það þykir óvænt þar sem hún stendur fyrir um 70% af veltu fyrirtækisins. Marc mun því nú einbeita sér að hátísku og lúxus fatnaði - slæmar fréttir fyrir okkur. Marc Jacobs er auðvitað þekktastur fyrir hönnun sína og hæfileika á því sviði. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, má þar nefna Hönnuður ársins - tvisvar fyrir konur (e. Womenswear designer of the year) og einu sinni fyrir karlmenn (e. Menswear designer of the year). Hann hefur verið valinn fylgihluta hönnuður ársins fjórum sinnum og þá hefur hann hlotið verðlaun fyrir ævistarf sitt sem hönnuður (e. Lifetime Achievement Award). VOGUE/GETTYMarc hefur afrekað mikið og verið áberandi lengi. Hann er skemmtilegur, litríkur karakter og á mörg góð ár eftir í tískuheiminum. Talandi um aldur hans - hafið þið sé hversu góðu formi þessi 52 ára gamli hönnuður er í? Geri aðrir betur. Glamour Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Endurgerðu Victoria's Secret sýninguna með konum í öllum stærðum Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Draumaheimur í stuttmynd H&M x Erdem Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Caitlyn Jenner í nýjustu herferð H&M Glamour Trúðaskygging nýjasta trendið? Glamour Tilnefningar til CFDA verðlaunanna tilkynnt Glamour Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour
Bandaríski hönnuðurinn Marc Jacobs er 52 ára í dag. Glamour óskar honum innilega til hamingju með daginn. Herra Jacobs er einn af risunum í tískuheiminum, trendsetter og einn af helstu skemmtikröftum í bransanum. Hann er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og berjast fyrir því sem hann stendur fyrir. En hvað hefur þessi rúmrar hálfrar aldar gamli maður gert í gegnum árin? Árið 1997 var hann ráðinn sem listrænn stjórnandi Louis Vuitton. Hann umbreytti merkinu og hleypti af stað "ready-to-wear" línu hjá fyrirtækinu. Frægastur var hann þó fyrir þær sýningar sem hann setti upp á tískuvikunum fyrir merkið. Fólk beið spennt eftir því að sjá hvað honum hefði dottið í hug og varð sjaldnast fyrir vonbrigðum. Marc Jacobs og Kate Moss á góðri stunduMarc er þekktur fyrir vinskap sinn við frægar tískufyrirmyndir samtímans. Þekktast er samband hans við Kate Moss og aðrar góðvinkonur hans eru t.d. Victoria Beckham, Cara Delevingne og Nicki Minaj.Miley Cyrus hefur hjálpað hönnuðinum í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra. Hún setti inn Instagram mynd klædd í bol eftir Marc þar sem hún lýsti yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra. Sú birting vakti heimsathygli. Marc hefur barist fyrir fleiri málefnum og er herferð hans gegn húðkrabbameini þekkt. Þar var Heidi Klum andlit, eða réttara sagt líkami herferðarinnar. Prentaðir voru bolir með yfirskriftinni "Protect The Skin You're In" eða "Verndaðu húðina þína". Stjörnur eins og Miley Cyrus, Naomi Campell og Victoria Beckham hafa allar sett nafn sitt við málstaðinn.Marc þykir afar sniðugur í markaðsmálum. Hann var einn af fyrstu hönnuðunum sem settu nafn sitt við Coke Light vörumerkið, en hann hannaði dós fyrir vörumerkið og var andlit auglýsingaherferðar. Það má segja að hann hafi gert Coke Light að því tískukóki sem það er þekkt í dag. Marc hrinti síðan af stað herferð á Instagram og Twitter á síðasta ári til að reyna að finna ný andlit fyrir vörulínur hjá Marc by Marc Jacobs undir kassamerkinu #CastMeMarc. Fleiri en 70.000 manns tóku þátt í herferðinni. Undirlínan, Marc by Marc Jacobs, kom á markað vorið 2001 en mun því miður detta úr sölu núna á árinu. Það þykir óvænt þar sem hún stendur fyrir um 70% af veltu fyrirtækisins. Marc mun því nú einbeita sér að hátísku og lúxus fatnaði - slæmar fréttir fyrir okkur. Marc Jacobs er auðvitað þekktastur fyrir hönnun sína og hæfileika á því sviði. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, má þar nefna Hönnuður ársins - tvisvar fyrir konur (e. Womenswear designer of the year) og einu sinni fyrir karlmenn (e. Menswear designer of the year). Hann hefur verið valinn fylgihluta hönnuður ársins fjórum sinnum og þá hefur hann hlotið verðlaun fyrir ævistarf sitt sem hönnuður (e. Lifetime Achievement Award). VOGUE/GETTYMarc hefur afrekað mikið og verið áberandi lengi. Hann er skemmtilegur, litríkur karakter og á mörg góð ár eftir í tískuheiminum. Talandi um aldur hans - hafið þið sé hversu góðu formi þessi 52 ára gamli hönnuður er í? Geri aðrir betur.
Glamour Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Endurgerðu Victoria's Secret sýninguna með konum í öllum stærðum Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Draumaheimur í stuttmynd H&M x Erdem Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Caitlyn Jenner í nýjustu herferð H&M Glamour Trúðaskygging nýjasta trendið? Glamour Tilnefningar til CFDA verðlaunanna tilkynnt Glamour Þessi eyeliner, þessi augnhár Glamour