Femínismi lifir góðu lífi á Íslandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 20:57 „Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira