Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja 21. júní 2015 16:37 Vísir/EPa Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi. Grikkland Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Rifrildi, innbrot og eftirför Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi.
Grikkland Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Rifrildi, innbrot og eftirför Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira