Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2015 10:01 Varoufakis segir að aðgerðirnar muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. vísir/getty Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn. Grikkland Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn.
Grikkland Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira