Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. september 2015 13:40 Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. Vísir/AFP Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“ Grikkland Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“
Grikkland Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira