Fleiri en Balti í bíómyndum Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2015 15:33 Ólafur Gunnarsson hefur undanfarin tvö ár unnið að handriti the Vikings -- og unir hag sínum vel í heimi kvikmyndanna. Ólafur Gunnarsson rithöfundur á sér traustan hóp aðdáenda. Blaðamaður Vísis er einn þeirra en eftir Ólaf liggja nokkrar skáldsögur sem þegar hafa verið skráðar feitu letri í bókmenntasöguna og nægir þar að nefna: Öxin og jörðin, Tröllakirkja og Blóðakur. Ný skáldsaga var að koma út eftir Ólaf – Syndarinn – en hann hefur nú í hótunum, þykist ætla að færa sig alfarið yfir í handritagerð. Hann hefur nefnilega verið í góðum málum sem einn handritshöfunda sjónvarpsþáttana Víkingar sem hafa farið frægðarför um heiminn allan – hlotið miklar og góðar viðtökur. Í viðtali við Vísi segir Ólafur að nýjasta skáldsagan hafi næstum gengið af honum dauðum, svo mikil átök kostaði að fullgera hana. En, við byrjum í heimi kvikmyndanna; Víkings. Bragðar á rjómatertunni fyrst núna „Þetta er sagan um Ragnar Loðbrók sem er sýnd hefur verið á RÚV. Við erum 2 handritsgerðarmennirnir, ég og Michael Hirst. Þetta er tilkomið vegna þess að þetta er sama fólkið sem stendur að Víkings og ætlaði og ætlar, málið er ekki dautt, að kvikmynda Öxin og Jörðin. Ég er handritsráðgjafi, hugmyndasmiður, yfirlesari handrita en Michael heldur um taumana. Það er að segja, ég fer og kaupi inn og hann er aðalkokkurinn. Ég er búinn að vinna við þetta í tvö ár. Vikings Season 3 og nú Vikings Season 4. Ég er nýkominn að utan. Var að heimsækja stúdíóið og heilsa upp á mannskapinn. Er ekki komið að því að maður fái aðeins að bragða á rjómatertunni eftir að hafa verið við ritstörf í 48 ár?“ spyr Ólafur og lætur vel af sér við þessa iðju. En, nú ert þú fyrst og fremst skáldsagnahöfundur; eru þetta ekki viðbrigði að vinna við handritagerð, sjónvarpsþáttaseríu fyrir sjónvarp? „Ég skal ekki segja. Það er eins og ef mann langar alls ekki í eitthvað þá kemur það til manns. Ég hef aldrei sóst eftir vinnu við kvikmyndir en kvikmyndafólk hefur leitað til mín. Viðbrigðin ef einhver eru, eru fyrst og fremst skemmtileg. Tilbreyting. Maður hefur verið eins og myglugró yfir rómunum í hart nær hálfa öld. Það er gaman að blanda geði örlítið og komast í ferðalög.“ Siginn fiskur telst seinn sælgæti ytra Blaðamaður Vísis hefur fylgst með þessum þáttum og það vekur einmitt athygli að íslenskar tilvísanir, nöfn og annað, þetta er til mikillar fyrirmyndar en ekki hjárænulegt eins og oft er þegar Ísland og víkingarnir eru undir. Það má þá sennilega þakka aðkomu Ólafs? „Er ekki komið að því að maður fái aðeins að bragða á rjómatertunni eftir að hafa verið við ritstörf í 48 ár?“ spyr Ólafur og lætur vel af sér við þessa iðju.visir/anton brink „Ég hef stungið nefinu ofan í Íslendingasögurnar og rifjað eitt og annað upp. Til dæmis varð senan úr Fóstbræðrasögu; hann lá svo vel við höggi - að senu í Vikings sem sjónvarpsáhorfendur fá að sjá á vetri komandi. En, hjákátlegt, já? Það var enginn vegur fyrir mig að sannfæra þá um að siginn fiskur og svið væru sælgæti.“ Ólafur situr að óðali sínu við Geitháls og skrifar. Og sendir þaðan frá sér handritsdrög og hugleiðingar um Vikings. Skriftirnar eru á ensku. „Ég var í Verzló og komst ekki undan að verða góður enskumaður af skólagöngunni þar og svo las ég James Bond upp til agna. Ég var boðinn um daginn í stúdíóið að fylgjast með upptökum sem var sérlega skemmtileg reisa.“ Velgengin kemur þegar henni hentar Þessir þættir hafa hlotið feikigóðar viðtökur víða um heim, má gera ráð fyrir því að áframhald verði á þessari handritavinnu þinni? „Já, þeir ganga út um alla veröldina. Ég verð væntanlega við þetta svo lengi sem þeir verða í gangi. Ég ligg núna upp í sófa á daginn og flétta fingrum og er að reyna að sjá fyrir mér út á hvað Season 5 skuli ganga. En það er nú samt alltaf minn yfirmaður Michael Hirst sem hefur lokaorðið og ræður enda snillingur. Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna með þeim manni.“ En, íslenskir rithöfundar hafa hingað til ekki haft erindi sem erfiði þegar þeir hafa viljað skrifa sig inní bíóið, engin var þetta frægðarreisa þá er Halldór Laxness vildi reyna fyrir sér í Hollywood? „Nei, Halldór langaði að meika það í bíómyndabransanum en eins og ég sagði áðan. Ef mann langar mikið í eitthvað þá kemur það ekki. Ef ef maður er ekki að þrá eitthvað að lífi og sál þá er eins víst það láti sjá sig.“ Bókin nærri gengin af Ólafi dauðum En, þó Ólafur hafi kunnað svona líka vel við sig í handritsgerðinni um Ragnar loðbrók og hans fólk, þá svíkur hann ekki aðdáendur sína og út er komin ný bók, skáldsaga. „Já, það er sjálfstætt framhald af skáldsögu minni Málarinn sem út kom 2012. Sú nýja heitir Syndarinn og kostaði mig slík átök að koma saman að það er ekki ósennilegt að ég láti mér duga kvikmyndaiðnaðinn í framtíðinni. Því það má segja sem svo; Það eru fleiri en Balti í bíómyndum.“ Já, hvernig var með þessi átök? Segðu mér nánar af þeim? „Oft er það að rithöfundar hafa tæpast meira en óljósan grun um hvað bók skuli ganga út á. Maður veit það en veit það samt ekki. Og það þarf að setja óskaplegt andlega orku og jafnframt, þótt furðulegt megi heita, líkamlega í að ná henni út úr sér. Ég hef einu sinni áður lent í svona hrikalegum hremmingum. Það var þegar ég skrifaði skáldsöguna Blóðakur sem út kom 1996 og hafði nærri gengið af mér dauðum. Að lokum er maður orðinn í slíku andlegu ástandi að ímynduðu persónurnar verða raunverulegar en lifandi fólk eins og leikbrúður.“ Ný skáldsaga Ólafs tók svo mjög á að hann var nærri dauður. Nýja bókin fjallar um listmálarann Illuga sem var bölvaldur Davíðs Þorvaldssonar, aðalpersónu Málarans frá því 2012. „Illugi er nær uppurinn sem listamaður þegar honum býðst óvænt nýr og spennandi efniviður að moða úr sem kemur honum í sálarháska – gífurlegan,“ segir Ólafur þegar blaðamaður þýfgar hann um efni sögunnar. Um mörk glæpasagna og fagurbókmennta Oft er rætt um það hversu fyrirferðarmiklar glæpasögur hafa verið á Íslandi undanfarin misserin, svo mjög að mörgum finnst nóg um. Þetta virðist ekki hafa truflað Ólaf mikið og oft má velta fyrir sér því hvort hann sjálfur rambi á mörkum þess að skrifa glæpasögur og svo þess sem flokkast stundum innvirðulega sem fagurbókmenntir. Hann er rétti maðurinn til að spyrja: Er þetta eitthvað sem þú gerir meðvitað? Eru kannski allar skáldsögur glæpasögur eða ástarrómanar? „Þetta eru stórar spurningar og þú nær rekur mig á gat. Það er svo undarlegt hjá mer að ég kem aldrei stíl á sögu af stað fyrr en ég er búinn að finna efniviðinn. Þ.e.a.s. þegar ég veit um hvað sagan á að fjalla brunar hún af stað og þá ef þörf krefur notar hún það úr hinum ýmsu gerðum skáldsögunnar sem hún þarf, róman, spennuróman, fagurbókmenntir, sæjans fiksjón og hvað þetta nú allt saman heitir. Enda var maður alinn upp við Tarzan og Basil Fursta og Disney í Gamla Bíó. Það var var ekki fyrr en seinna að Íslendingasögurnar komu til sögunnar - ef svo má að orði komast.“ Þetta er sem sagt spurning um stíl fremur en efni? „Ja, ég hef aldrei sest niður og hugsað sem svo; Nú ætla ég að semja spennusögu. Ef að sagan verður spennandi þá gerist það að mestu af sjálfu sér. En stílinn kemst ekki í lag fyrr en ég veit hver sagan er. Þá gef ég í og sagan spólar af stað og prýðir sig með skikkanlegum stíl - vonandi.“ Þannig að spurningar á borð við spennusögu/skáldsögu, þess vegna hámenning/lágmenning ... þetta er ekkert sem er að vefjast fyrir þér? „Nei, ekki tiltakanlega. Sjálfur Charles Dickens tilheyrði lágmenningu á sinni tíð en nú hefur sagan skipt um skoðun. Þeir eru ekki margir sem Bretar eru stoltari af.“ Bíó og sjónvarp Höfundatal Bókmenntir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ólafur Gunnarsson rithöfundur á sér traustan hóp aðdáenda. Blaðamaður Vísis er einn þeirra en eftir Ólaf liggja nokkrar skáldsögur sem þegar hafa verið skráðar feitu letri í bókmenntasöguna og nægir þar að nefna: Öxin og jörðin, Tröllakirkja og Blóðakur. Ný skáldsaga var að koma út eftir Ólaf – Syndarinn – en hann hefur nú í hótunum, þykist ætla að færa sig alfarið yfir í handritagerð. Hann hefur nefnilega verið í góðum málum sem einn handritshöfunda sjónvarpsþáttana Víkingar sem hafa farið frægðarför um heiminn allan – hlotið miklar og góðar viðtökur. Í viðtali við Vísi segir Ólafur að nýjasta skáldsagan hafi næstum gengið af honum dauðum, svo mikil átök kostaði að fullgera hana. En, við byrjum í heimi kvikmyndanna; Víkings. Bragðar á rjómatertunni fyrst núna „Þetta er sagan um Ragnar Loðbrók sem er sýnd hefur verið á RÚV. Við erum 2 handritsgerðarmennirnir, ég og Michael Hirst. Þetta er tilkomið vegna þess að þetta er sama fólkið sem stendur að Víkings og ætlaði og ætlar, málið er ekki dautt, að kvikmynda Öxin og Jörðin. Ég er handritsráðgjafi, hugmyndasmiður, yfirlesari handrita en Michael heldur um taumana. Það er að segja, ég fer og kaupi inn og hann er aðalkokkurinn. Ég er búinn að vinna við þetta í tvö ár. Vikings Season 3 og nú Vikings Season 4. Ég er nýkominn að utan. Var að heimsækja stúdíóið og heilsa upp á mannskapinn. Er ekki komið að því að maður fái aðeins að bragða á rjómatertunni eftir að hafa verið við ritstörf í 48 ár?“ spyr Ólafur og lætur vel af sér við þessa iðju. En, nú ert þú fyrst og fremst skáldsagnahöfundur; eru þetta ekki viðbrigði að vinna við handritagerð, sjónvarpsþáttaseríu fyrir sjónvarp? „Ég skal ekki segja. Það er eins og ef mann langar alls ekki í eitthvað þá kemur það til manns. Ég hef aldrei sóst eftir vinnu við kvikmyndir en kvikmyndafólk hefur leitað til mín. Viðbrigðin ef einhver eru, eru fyrst og fremst skemmtileg. Tilbreyting. Maður hefur verið eins og myglugró yfir rómunum í hart nær hálfa öld. Það er gaman að blanda geði örlítið og komast í ferðalög.“ Siginn fiskur telst seinn sælgæti ytra Blaðamaður Vísis hefur fylgst með þessum þáttum og það vekur einmitt athygli að íslenskar tilvísanir, nöfn og annað, þetta er til mikillar fyrirmyndar en ekki hjárænulegt eins og oft er þegar Ísland og víkingarnir eru undir. Það má þá sennilega þakka aðkomu Ólafs? „Er ekki komið að því að maður fái aðeins að bragða á rjómatertunni eftir að hafa verið við ritstörf í 48 ár?“ spyr Ólafur og lætur vel af sér við þessa iðju.visir/anton brink „Ég hef stungið nefinu ofan í Íslendingasögurnar og rifjað eitt og annað upp. Til dæmis varð senan úr Fóstbræðrasögu; hann lá svo vel við höggi - að senu í Vikings sem sjónvarpsáhorfendur fá að sjá á vetri komandi. En, hjákátlegt, já? Það var enginn vegur fyrir mig að sannfæra þá um að siginn fiskur og svið væru sælgæti.“ Ólafur situr að óðali sínu við Geitháls og skrifar. Og sendir þaðan frá sér handritsdrög og hugleiðingar um Vikings. Skriftirnar eru á ensku. „Ég var í Verzló og komst ekki undan að verða góður enskumaður af skólagöngunni þar og svo las ég James Bond upp til agna. Ég var boðinn um daginn í stúdíóið að fylgjast með upptökum sem var sérlega skemmtileg reisa.“ Velgengin kemur þegar henni hentar Þessir þættir hafa hlotið feikigóðar viðtökur víða um heim, má gera ráð fyrir því að áframhald verði á þessari handritavinnu þinni? „Já, þeir ganga út um alla veröldina. Ég verð væntanlega við þetta svo lengi sem þeir verða í gangi. Ég ligg núna upp í sófa á daginn og flétta fingrum og er að reyna að sjá fyrir mér út á hvað Season 5 skuli ganga. En það er nú samt alltaf minn yfirmaður Michael Hirst sem hefur lokaorðið og ræður enda snillingur. Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna með þeim manni.“ En, íslenskir rithöfundar hafa hingað til ekki haft erindi sem erfiði þegar þeir hafa viljað skrifa sig inní bíóið, engin var þetta frægðarreisa þá er Halldór Laxness vildi reyna fyrir sér í Hollywood? „Nei, Halldór langaði að meika það í bíómyndabransanum en eins og ég sagði áðan. Ef mann langar mikið í eitthvað þá kemur það ekki. Ef ef maður er ekki að þrá eitthvað að lífi og sál þá er eins víst það láti sjá sig.“ Bókin nærri gengin af Ólafi dauðum En, þó Ólafur hafi kunnað svona líka vel við sig í handritsgerðinni um Ragnar loðbrók og hans fólk, þá svíkur hann ekki aðdáendur sína og út er komin ný bók, skáldsaga. „Já, það er sjálfstætt framhald af skáldsögu minni Málarinn sem út kom 2012. Sú nýja heitir Syndarinn og kostaði mig slík átök að koma saman að það er ekki ósennilegt að ég láti mér duga kvikmyndaiðnaðinn í framtíðinni. Því það má segja sem svo; Það eru fleiri en Balti í bíómyndum.“ Já, hvernig var með þessi átök? Segðu mér nánar af þeim? „Oft er það að rithöfundar hafa tæpast meira en óljósan grun um hvað bók skuli ganga út á. Maður veit það en veit það samt ekki. Og það þarf að setja óskaplegt andlega orku og jafnframt, þótt furðulegt megi heita, líkamlega í að ná henni út úr sér. Ég hef einu sinni áður lent í svona hrikalegum hremmingum. Það var þegar ég skrifaði skáldsöguna Blóðakur sem út kom 1996 og hafði nærri gengið af mér dauðum. Að lokum er maður orðinn í slíku andlegu ástandi að ímynduðu persónurnar verða raunverulegar en lifandi fólk eins og leikbrúður.“ Ný skáldsaga Ólafs tók svo mjög á að hann var nærri dauður. Nýja bókin fjallar um listmálarann Illuga sem var bölvaldur Davíðs Þorvaldssonar, aðalpersónu Málarans frá því 2012. „Illugi er nær uppurinn sem listamaður þegar honum býðst óvænt nýr og spennandi efniviður að moða úr sem kemur honum í sálarháska – gífurlegan,“ segir Ólafur þegar blaðamaður þýfgar hann um efni sögunnar. Um mörk glæpasagna og fagurbókmennta Oft er rætt um það hversu fyrirferðarmiklar glæpasögur hafa verið á Íslandi undanfarin misserin, svo mjög að mörgum finnst nóg um. Þetta virðist ekki hafa truflað Ólaf mikið og oft má velta fyrir sér því hvort hann sjálfur rambi á mörkum þess að skrifa glæpasögur og svo þess sem flokkast stundum innvirðulega sem fagurbókmenntir. Hann er rétti maðurinn til að spyrja: Er þetta eitthvað sem þú gerir meðvitað? Eru kannski allar skáldsögur glæpasögur eða ástarrómanar? „Þetta eru stórar spurningar og þú nær rekur mig á gat. Það er svo undarlegt hjá mer að ég kem aldrei stíl á sögu af stað fyrr en ég er búinn að finna efniviðinn. Þ.e.a.s. þegar ég veit um hvað sagan á að fjalla brunar hún af stað og þá ef þörf krefur notar hún það úr hinum ýmsu gerðum skáldsögunnar sem hún þarf, róman, spennuróman, fagurbókmenntir, sæjans fiksjón og hvað þetta nú allt saman heitir. Enda var maður alinn upp við Tarzan og Basil Fursta og Disney í Gamla Bíó. Það var var ekki fyrr en seinna að Íslendingasögurnar komu til sögunnar - ef svo má að orði komast.“ Þetta er sem sagt spurning um stíl fremur en efni? „Ja, ég hef aldrei sest niður og hugsað sem svo; Nú ætla ég að semja spennusögu. Ef að sagan verður spennandi þá gerist það að mestu af sjálfu sér. En stílinn kemst ekki í lag fyrr en ég veit hver sagan er. Þá gef ég í og sagan spólar af stað og prýðir sig með skikkanlegum stíl - vonandi.“ Þannig að spurningar á borð við spennusögu/skáldsögu, þess vegna hámenning/lágmenning ... þetta er ekkert sem er að vefjast fyrir þér? „Nei, ekki tiltakanlega. Sjálfur Charles Dickens tilheyrði lágmenningu á sinni tíð en nú hefur sagan skipt um skoðun. Þeir eru ekki margir sem Bretar eru stoltari af.“
Bíó og sjónvarp Höfundatal Bókmenntir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira