Star Wars: Hver er Rey? Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 14:00 Rey er leikin af Daisy Ridley. Mynd/Lucasfilm SPOILER! Ef þú hefur ekki séð Star Wars: The Force Awakens, viltu líklega ekki lesa meira. Þessi grein fjallar um söguþráð myndarinnar og nokkur af hennar mikilvægustu atriðum. Síðasti séns. Hver er Rey? Hverra manna er hún og hvaðan kemur hún? Þetta eru spurningar sem margir hverjir sem séð hafa nýjustu Star Wars myndina The Force Awakens hafa spurt sig. J.J. Abrams og framleiðendur myndarinnar virðast gera mikið til að reyna að fá áhorfendur til að halda að söguhetja myndarinnar, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, sé dóttir Luke Skywalker. Sú kenning hefur þó ekki fallið vel í kramið og þá sérstaklega með tilliti til þess að það virðist of augljóst. Þá þykir Luke ekki fagna því þegar þau loks hittast. Fjölmargar spurningar sitja þó eftir þegar myndinni er lokið. Eins og hver er Snoke? Hvað kom eiginlega fyrir í skóla Luke Skywalker svo hann fór í útlegð? Eftir hverjum var Rey að bíða á Jakku? Af hverju eru aldrei handrið við stórhættulegar brúnir í þessum geimstöðvum?Sjá einnig: Star Wars hittir aftur í mark Aðdáendur hafa þó ekki setið auðum höndum og hafa fjölmargar kenningar litið dagsins ljós varðandi þau Rey og Ren. Sumar þeirra eru nokkuð góðar, en aðrar undarlegar. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu kenningarnar sem snúa að mestu að Rey. Í mörgum kenningunum um Rey spilar sýnin sem hún sá þegar geislasverð Luke kallaði á hana, stórt hlutverk. Margir eru á þeirri skoðun að það hafi ekki verið eingöngu sýn, heldur hafi Rey verið að muna eftir æsku sinni og að hún hafi verið í þjálfun hjá Luke, þegar Kylo Ren gekk til liðs við myrku hliðina og rústaði Jedi-skóla Luke. Sem leiddi til þess að Luke sagði skilið við hinn þekkta geim og fór í útlegð. Hann skildi þó eftir leiðbeiningar um hvert hann færi með R2-D2.flashback in the basement.Í sýninni má sjá hvernig hún stendur andspænis Ren eftir að Snoke hefur fengið hann til að ganga til liðs við sig og gera út af við skóla Luke. Þá virðist Ren reyna að ná í Rey. Talið er að annað hvort hafi hún byrgt minningarnar inni, eða mátturinn hafi verið notaður til að fela þær eða eyða þeim. Það útskýrir meðal annars það að í mydninni virtist Rey geta beitt mættinum án nokkurrar þjálfunar. Ein kenningin segir til um að Rey sé dóttir Han Solo og hershöfðingjans og prinsessunnar Leiu Organa. Hún sé því systir Kylo Ren eða Ben Solo, eins og foreldrar hans kalla hann. Þegar Rey, Finn, Han og Chewie koma til Takodana til að hitta Maz Kanata er nánast það fyrsta sem Maz segir við Han: „Hver er stúlkan?“ og þá er klippt í burtu. Líklega vissi Han Solo því hver Rey er og viðbrögð hans við að heyra nafn hennar í fyrsta sinn er einnig til merkis um það. Kenningin er að þau Han og Leia hafi falið Rey á Jakku. Þá væntanlega til að fela hana fyrir Ren og Snoke. Einnig er líklegt að Kylo Ren hafi vitað hver hún er. Snemma í myndinni segir stormsveitarmaður við Ren að Finn og BB-8 haf sloppið frá Jakku með aðstoð stúlku. Hann bregst reiður við og segir: „Hvaða stúlku?“ Þar víkjum við að annarri kenningu um að Ren hafi bjargað Rey frá eyðileggingu skólans. í sýn hennar virðist Ren stinga mann í bakið sem gæti hafa ætlað sér að ráðast á Rey. Samkvæmt kenningunni bjargaði Ren systur sinni/eða ekki frá blóðbaðinu þar sem hún þótti mjög efnileg og kom henni fyrir á Jakku. Hugsanlega til að fela hana fyrir Snoke og þá foreldrum sínum. Eða mögulega ætlaði hann sér að snúa henni einnig til myrku hliðarinnar.Allt eru þetta auðvitað eingöngu vangaveltur, en við þurfum bara að bíða í tvö ár eftir svörum (kaldhæðni). Ef þið eruð með kenningar, endilega segið frá þeim í kommentum.Er Rey skyld Obi Wan Kenobi? Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
SPOILER! Ef þú hefur ekki séð Star Wars: The Force Awakens, viltu líklega ekki lesa meira. Þessi grein fjallar um söguþráð myndarinnar og nokkur af hennar mikilvægustu atriðum. Síðasti séns. Hver er Rey? Hverra manna er hún og hvaðan kemur hún? Þetta eru spurningar sem margir hverjir sem séð hafa nýjustu Star Wars myndina The Force Awakens hafa spurt sig. J.J. Abrams og framleiðendur myndarinnar virðast gera mikið til að reyna að fá áhorfendur til að halda að söguhetja myndarinnar, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, sé dóttir Luke Skywalker. Sú kenning hefur þó ekki fallið vel í kramið og þá sérstaklega með tilliti til þess að það virðist of augljóst. Þá þykir Luke ekki fagna því þegar þau loks hittast. Fjölmargar spurningar sitja þó eftir þegar myndinni er lokið. Eins og hver er Snoke? Hvað kom eiginlega fyrir í skóla Luke Skywalker svo hann fór í útlegð? Eftir hverjum var Rey að bíða á Jakku? Af hverju eru aldrei handrið við stórhættulegar brúnir í þessum geimstöðvum?Sjá einnig: Star Wars hittir aftur í mark Aðdáendur hafa þó ekki setið auðum höndum og hafa fjölmargar kenningar litið dagsins ljós varðandi þau Rey og Ren. Sumar þeirra eru nokkuð góðar, en aðrar undarlegar. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu kenningarnar sem snúa að mestu að Rey. Í mörgum kenningunum um Rey spilar sýnin sem hún sá þegar geislasverð Luke kallaði á hana, stórt hlutverk. Margir eru á þeirri skoðun að það hafi ekki verið eingöngu sýn, heldur hafi Rey verið að muna eftir æsku sinni og að hún hafi verið í þjálfun hjá Luke, þegar Kylo Ren gekk til liðs við myrku hliðina og rústaði Jedi-skóla Luke. Sem leiddi til þess að Luke sagði skilið við hinn þekkta geim og fór í útlegð. Hann skildi þó eftir leiðbeiningar um hvert hann færi með R2-D2.flashback in the basement.Í sýninni má sjá hvernig hún stendur andspænis Ren eftir að Snoke hefur fengið hann til að ganga til liðs við sig og gera út af við skóla Luke. Þá virðist Ren reyna að ná í Rey. Talið er að annað hvort hafi hún byrgt minningarnar inni, eða mátturinn hafi verið notaður til að fela þær eða eyða þeim. Það útskýrir meðal annars það að í mydninni virtist Rey geta beitt mættinum án nokkurrar þjálfunar. Ein kenningin segir til um að Rey sé dóttir Han Solo og hershöfðingjans og prinsessunnar Leiu Organa. Hún sé því systir Kylo Ren eða Ben Solo, eins og foreldrar hans kalla hann. Þegar Rey, Finn, Han og Chewie koma til Takodana til að hitta Maz Kanata er nánast það fyrsta sem Maz segir við Han: „Hver er stúlkan?“ og þá er klippt í burtu. Líklega vissi Han Solo því hver Rey er og viðbrögð hans við að heyra nafn hennar í fyrsta sinn er einnig til merkis um það. Kenningin er að þau Han og Leia hafi falið Rey á Jakku. Þá væntanlega til að fela hana fyrir Ren og Snoke. Einnig er líklegt að Kylo Ren hafi vitað hver hún er. Snemma í myndinni segir stormsveitarmaður við Ren að Finn og BB-8 haf sloppið frá Jakku með aðstoð stúlku. Hann bregst reiður við og segir: „Hvaða stúlku?“ Þar víkjum við að annarri kenningu um að Ren hafi bjargað Rey frá eyðileggingu skólans. í sýn hennar virðist Ren stinga mann í bakið sem gæti hafa ætlað sér að ráðast á Rey. Samkvæmt kenningunni bjargaði Ren systur sinni/eða ekki frá blóðbaðinu þar sem hún þótti mjög efnileg og kom henni fyrir á Jakku. Hugsanlega til að fela hana fyrir Snoke og þá foreldrum sínum. Eða mögulega ætlaði hann sér að snúa henni einnig til myrku hliðarinnar.Allt eru þetta auðvitað eingöngu vangaveltur, en við þurfum bara að bíða í tvö ár eftir svörum (kaldhæðni). Ef þið eruð með kenningar, endilega segið frá þeim í kommentum.Er Rey skyld Obi Wan Kenobi?
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira