Skoðun

Burt með þetta fólk

Óskar Steinn Ómarsson skrifar
Árið 2014 voru innflytjendamál meira áberandi í umræðunni en áður. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík snerust ekki um annað, enda gerði Framsóknarflokkurinn byggingu mosku að kosningamáli. Sumir hafa gagnrýnt Framsókn fyrir að ala á andúð á útlendingum. Á því eru skiptar skoðanir.

Staðreyndin er hins vegar sú að hér á landi býr hópur fólks sem neitar að aðlaga sig íslensku samfélagi. Þetta fólk heimtar að allir aðrir sýni þeim umburðarlyndi en neitar svo að gefa neitt af sér í staðinn. Það er fordómafullt í garð samborgara sinna og kallar þá öllum illum nöfnum. Það neitar að breyta úreltum lífsviðhorfum sínum og reynir að þröngva þeim upp á aðra. Viðhorfum sem eiga best heima í erlendum einræðisríkjum. Svo vill þetta fólk kalla sig Íslendinga!

Hér eru nokkrar staðreyndir: Í sumum grunn- og leikskólum borgarinnar er fjórðungur barna af erlendum uppruna. Á Íslandi búa 27 þúsund innflytjendur. Alls standa 25 prósent landsmanna utan Þjóðkirkjunnar. Þetta er ekki sama Ísland og fyrir 50 árum. Það hefur tekið gríðarlegum breytingum. En þetta er samfélagið okkar í dag. Það fólk sem ég nefndi hér áður, sem ekki vill aðlagast þessu breytta samfélagi, getur farið eitthvað annað. Ég segi burt með það.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×