Reykjavík Fashion Festival hefst í dag Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 12. mars 2015 15:45 Frá Reykjavik Fashion Festival 2014. mynd/valgerður jónsdóttir Tískuviðburður ársins, Reykjavík Fashion Festival, hefst formlega í kvöld. „Opnunarpartíið verður haldið á Ský Bar and Lounge í kvöld klukkan 21.00 og þangað er öllum hátíðargestum boðið að koma og fagna með okkur, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra mun opna hátíðina,“ segir Eyjólfur Gíslason, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á hátíðina, hátíðarpassar fyrir helgina eru uppseldir og örfáir miðar voru eftir á stakar sýningar þegar blaðið fór í prentun. Sýningarnar byrja svo á föstudagskvöld og verður húsið opnað klukkan hálf átta. „Það verður dálítið hlé á milli sýninganna, þar sem við vildum gera meira úr hátíðinni. Þarna geta gestir komið saman, sýnt sig og séð aðra,“ segir Eyjólfur. Á föstudag sýna Sigga Maija og Jör. Húsið verður opnað klukkan 14.30 á laugardag en þá sýna Another Creation, Scintilla, MAGNEA og EYLAND. Nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni rff.is. RFF Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískuviðburður ársins, Reykjavík Fashion Festival, hefst formlega í kvöld. „Opnunarpartíið verður haldið á Ský Bar and Lounge í kvöld klukkan 21.00 og þangað er öllum hátíðargestum boðið að koma og fagna með okkur, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra mun opna hátíðina,“ segir Eyjólfur Gíslason, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á hátíðina, hátíðarpassar fyrir helgina eru uppseldir og örfáir miðar voru eftir á stakar sýningar þegar blaðið fór í prentun. Sýningarnar byrja svo á föstudagskvöld og verður húsið opnað klukkan hálf átta. „Það verður dálítið hlé á milli sýninganna, þar sem við vildum gera meira úr hátíðinni. Þarna geta gestir komið saman, sýnt sig og séð aðra,“ segir Eyjólfur. Á föstudag sýna Sigga Maija og Jör. Húsið verður opnað klukkan 14.30 á laugardag en þá sýna Another Creation, Scintilla, MAGNEA og EYLAND. Nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni rff.is.
RFF Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira