Betra að skera af sér hönd en samþykkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Yanis Varoufakis vill frekar skera af sér höndina en að samþykkja samninga sem innihalda ekki neyðaraðstoð. fréttablaðið/epa Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg að hann vildi frekar skera af sér höndina en að samþykkja samning við lánardrottna Grikkja, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem felur ekki í sér neyðarhjálp. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þau skilyrði að Grikkir samþykki umfangsmiklar breytingar í rekstri ríkisins áður en til nýrrar neyðaraðstoðar kemur. Kosið verður um þær breytingar sem lagðar eru til í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Varoufakis sagði enn fremur að hann myndi segja af sér ef Grikkir kysu að samþykkja skilmálana. „Við erum lýðræðissinnar. Við munum gera hvað sem í valdi okkar stendur til að ná samningum við lánardrottna okkar ef gríska þjóðin kýs að samþykkja,“ sagði Varoufakis. „Kannski þyrftum við að stokka upp í ríkisstjórn Grikklands ef til samþykktar kæmi. Sum okkar þyldu það einfaldlega ekki,“ bætti hann við. Varoufakis kvaðst samt fullviss um að gríska þjóðin kysi að styðja ríkisstjórnina og segja nei við kröfum lánardrottna Grikklands. Grikkland Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg að hann vildi frekar skera af sér höndina en að samþykkja samning við lánardrottna Grikkja, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem felur ekki í sér neyðarhjálp. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þau skilyrði að Grikkir samþykki umfangsmiklar breytingar í rekstri ríkisins áður en til nýrrar neyðaraðstoðar kemur. Kosið verður um þær breytingar sem lagðar eru til í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Varoufakis sagði enn fremur að hann myndi segja af sér ef Grikkir kysu að samþykkja skilmálana. „Við erum lýðræðissinnar. Við munum gera hvað sem í valdi okkar stendur til að ná samningum við lánardrottna okkar ef gríska þjóðin kýs að samþykkja,“ sagði Varoufakis. „Kannski þyrftum við að stokka upp í ríkisstjórn Grikklands ef til samþykktar kæmi. Sum okkar þyldu það einfaldlega ekki,“ bætti hann við. Varoufakis kvaðst samt fullviss um að gríska þjóðin kysi að styðja ríkisstjórnina og segja nei við kröfum lánardrottna Grikklands.
Grikkland Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira