NFL: Cam Newton og Peyton Manning mætast í Súper Bowl 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 08:45 Það var gaman hjá Cam Newton og félögum í Carolina Panthers eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Körfubolti Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Handbolti Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Fleiri fréttir Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Fulham upp í sjötta sætið Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Gauti komst á pall á Ítalíu Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Sjá meira
Það verður einvígi milli gömlu og nýju útgáfunnar af leikstjórnendum ameríska fótboltans í Súper Bowl í ár en Denver Broncos og Carolina Panthers tryggðu sér sigur í sínum deildum í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Carolina Panthers liðið verður ógnvænlegt í úrslitaleiknum en Cam Newton og félagar fóru illa með Arizona Cardinals og unnu þá 49-15 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það var mun meiri spenna í einvígi goðsagnanna Peyton Manning og Tom Brady þar sem Denver Broncos vann 20-18 á ríkjandi NFL-meisturum í New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Varnirnar voru í aðalhlutverki í leik Denver Broncos og New England Patriots en tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning og Tom Brady, komust oft lítið áleiðis. Á endanum var það þó Peyton Manning og félagar hans Denver Broncos sem tryggðu sér sæti í fimmtugasta Súper Bowl. Patriots-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á því að jafna metin og tryggja sér framlengingu en misheppnað aukastig í fyrri hálfleiknum reyndist á endanum skilja á milli liðanna. Patriots þurfti að reyna við tvö stig eftir síðasta snertimark sitt og Broncos-vörnina var vel á verði eins og oft áður í leiknum. Peyton Manning bætir þar með við meti í risastórt metasafn sitt því enginn annar hefur náð að fara tvisvar með tvö lið í Súper Bowl. Peyton Manning var líka í Súper Bowl fyrir tveimur árum en Denver Broncos tapaði þá illa fyrir Seattle Seahawks. Manning fór á sínum tvisvar með Indianapolis Colts í Súper Bowl og vann þá sinn eina titil.Carson Palmer, leikstjórnandi Arizona Cardinals, átti litla sem enga möguleika á móti Carolina Panthers vörninni en hann kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og tapaði alls sex boltum. Allt aðra sögu var að segja af Herra Súperman, Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers en hann skoraði bæði tvö snertimörk sjálfur auk þess að gefa tvær sendingar sem gáfu snertimörk. Cam Newton, sem verður örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins, er orðinn stærsta NFL-stjarnan í dag og nú aðeins einum sigri frá sínum fyrsta titli. Hann hefur þroskast sem leikmaður í ár en enginn vaf í vafa um alla hæfileikana sem hann býr yfir. Nú fær hann tækifæri til að mæta sannri goðsögn, einn af þeim bestu í Peyton Manning, leikstjórnanda af gömlu gerðinni. Miðað við hvernig Carolina Panthers er að spila þessa dagana þá gæti þetta endað illa fyrir Peyton Manning í mögulega hans síðasta leik en öll bandaríska fótboltaþjóðin hefur nú tvær vikur til að velta sér upp úr því. Eitt er öruggt að þarna eru að bætast gamla og nýja útgáfan af leikstjórnendum. Súper Bowl leikur Denver Broncos og Carolina Panthers fer fram á Levi's leikvanginum í Santa Clara, útborg San Francisco 7. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Körfubolti Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Handbolti Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Fleiri fréttir Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Fulham upp í sjötta sætið Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Gauti komst á pall á Ítalíu Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Sjá meira