Hagaskólastelpurnar kveiktu hugmyndina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2016 09:30 Just girl it, ljósmyndaverkefni Huldu Sifjar. Mynd/huldasif „Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it. Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it.
Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið