Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2016 00:48 Þorsteinn Bachmann sem Sigurður í Ófærð. Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10