Nýjasta mynd Michaels Moore hans versta þegar litið er til aðsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 10:16 Michael Moore kom hingað til lands í maí síðastliðnum. Vísir/Getty/Helgi Kristinn Nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Michael Moore, Where to Invade Next, er hans versta mynd þegar litið er til aðsóknar. Í myndinni ferðast Moore um heiminn í leit að lagasetningum sem Bandaríkin gætu tekið upp. Ferðaðist Moore meðal annars til Noregs, Ítalíu, Frakklands og Íslands þar sem hann tók marga þjóðþekkta einstaklinga á tali hér á landi. Þeirra á meðal má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara. Kvikmyndagerðafólk á vegum Moore fór einnig í heimsókn í Kvíabryggjufangelsið en Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, sem eru í afplánun í fangelsinu vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu, kvörtuðu undan heimsókninni til Umboðsmanns Alþingis.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að myndin var frumsýnd í 308 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um liðna helgi og þénaði þar 897 þúsund dollara, um 114 milljónir íslenskra króna. Það gerir um 2.900 dollara í hverju kvikmyndahúsi, um 370 þúsund krónur. Það er umtalsvert lægra en myndin hans The Big One, frá árinu 1998, tók inn í miðasölu, 4.452 dollara, og einnig lægra en kvikmyndin hans Canadian Bacon frá árinu 1995. Það er einnig mun lægra en myndin hans frá árinu 2009, Capitalism: A Love Story þénaði í miðasölu, 57.991 dollara. Frumsýna átti myndina fyrir jól og þótti hún á tímabili líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Svo fór að hún var ekki tekin til almennra sýninga fyrr en um liðna helgi. Ráðgert er að sýna hana í Þýskalandi, Lúxemborg, Grikklandi, Svíþjóð og Hollandi í vor. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún verður sýnd í Bretlandi.Á vef Smárabíós kemur fram að myndin verði tekin til sýninga hér á landi 18. mars. Myndin er með 6,6 í einkunn á vefnum IMDb.com þegar þetta er ritað, metin 76 prósent fersk á vef Rotten Tomatoes og með 63 í einkunn á vef Metacritic. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur saksóknari og Dísa í World Class koma fram í myndinni Where to invade next. 28. desember 2015 17:51 Moore farinn af landi brott Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er farinn af landi brott en hann kom til Íslands á föstudaginn. 10. maí 2015 20:07 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Michael Moore, Where to Invade Next, er hans versta mynd þegar litið er til aðsóknar. Í myndinni ferðast Moore um heiminn í leit að lagasetningum sem Bandaríkin gætu tekið upp. Ferðaðist Moore meðal annars til Noregs, Ítalíu, Frakklands og Íslands þar sem hann tók marga þjóðþekkta einstaklinga á tali hér á landi. Þeirra á meðal má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara. Kvikmyndagerðafólk á vegum Moore fór einnig í heimsókn í Kvíabryggjufangelsið en Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, sem eru í afplánun í fangelsinu vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu, kvörtuðu undan heimsókninni til Umboðsmanns Alþingis.Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að myndin var frumsýnd í 308 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um liðna helgi og þénaði þar 897 þúsund dollara, um 114 milljónir íslenskra króna. Það gerir um 2.900 dollara í hverju kvikmyndahúsi, um 370 þúsund krónur. Það er umtalsvert lægra en myndin hans The Big One, frá árinu 1998, tók inn í miðasölu, 4.452 dollara, og einnig lægra en kvikmyndin hans Canadian Bacon frá árinu 1995. Það er einnig mun lægra en myndin hans frá árinu 2009, Capitalism: A Love Story þénaði í miðasölu, 57.991 dollara. Frumsýna átti myndina fyrir jól og þótti hún á tímabili líkleg til að hreppa Óskarsverðlaunatilnefningu. Svo fór að hún var ekki tekin til almennra sýninga fyrr en um liðna helgi. Ráðgert er að sýna hana í Þýskalandi, Lúxemborg, Grikklandi, Svíþjóð og Hollandi í vor. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún verður sýnd í Bretlandi.Á vef Smárabíós kemur fram að myndin verði tekin til sýninga hér á landi 18. mars. Myndin er með 6,6 í einkunn á vefnum IMDb.com þegar þetta er ritað, metin 76 prósent fersk á vef Rotten Tomatoes og með 63 í einkunn á vef Metacritic.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur saksóknari og Dísa í World Class koma fram í myndinni Where to invade next. 28. desember 2015 17:51 Moore farinn af landi brott Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er farinn af landi brott en hann kom til Íslands á föstudaginn. 10. maí 2015 20:07 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00
Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11
Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40
Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur saksóknari og Dísa í World Class koma fram í myndinni Where to invade next. 28. desember 2015 17:51
Moore farinn af landi brott Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er farinn af landi brott en hann kom til Íslands á föstudaginn. 10. maí 2015 20:07
Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22