Alicia Vikander: Frá sænskri sjónvarpssápu til Óskarsverðlauna Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2016 11:43 Alicia Vikander er fyrsti Svíinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik frá árinu 1975. Vísir/AFP Sænska leikkonan Alicia Vikander varð um helgina fyrsti Svíinn til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik frá því að Ingrid Bergman hlaut þennan sama heiður árið 1975 fyrir hlutverk sitt í Austurlandahraðlestinni. Vikander hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í The Danish Girl þar sem sem hún fór með hlutverk Gerda Wegener. Myndin fjallar um Lili Elbe sem var ein fyrsta manneskjan til að gangast undir kynleiðréttingu. Í myndinni er sögð breytingarsaga Elbe, sem Óskarsverðlaunahafi síðasta árs Eddie Redmayne leikur, og samband hennar við eiginkonuna Gerda.Hin 27 ára Vikander er fædd í Gautaborg árið 1988 og er dóttir sænsku leikkonunnar Maria Fahl Vikander og geðlæknisins Svante Vikander. Hún kom fyrst fram á leiksviði í söngleiknum Kristina från Duvemåla sem sýndur var í Gautaborgaróperunni, þá sjö ára gömul. Hún flutti að heiman fimmtán ára þegar hún hóf nám við Konunglega ballettskólann í Stokkhólmi. Í viðtali við bandaríska tímaritið Vouge segir hún að dagarnir hafi þá byrjað klukkan sex á morgnana og verið búnir klukkan tíu að kvöldi. Flestir hafi nemendurnir fengið fína einkunn, en hún segir bellettinn hafa snúist um að ná fullkomnun. „Ef þú varst ekki fullkominn þá var það líkt og heimsendir. Ég upplifði mikið stress á þessum tíma. Ég var hjá sálfræðingi en sagði ekki foreldrum mínum frá því.“ Fyrst vakti hún fyrst athygli nítján ára gömul þegar hún fór með hlutverk hinnar alvörugefnu „Jossan“ í sjónvarpsþáttaröðinni Andra Avenyn sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu árið 2007. Á þeim tíma ferðaðist hún milli Gautaborgar, þar sem þættirnir voru teknir upp, og Stokkhólms þar hún var enn við nám.Hún sló í gegn fyrir alvöru í heimalandinu árið 2010 þegar hún lék í myndinni Till det som är vackert og hlaut hún Guldbagge-verðlaun, sem samsvarar til Óskarsverðlauna í Svíþjóð, sem besta leikkona í aðalhlutverki.Hún sló svo í gegn á alþjóðavísu með hlutverki sínu sem Karólína Matthildur drottning í dönsku myndinni A Royal Affair frá árinu 2012. Við framleiðslu myndarinnar lærði Vikander dönsku og hlaut hún mikið lof fyrir frammistöðu sína. „Það voru margir sem vildu hitta hana. Til að byrja með las hún öll handrit sem henni bárust og þótti þau öll vera spennandi. Mér fannst mörg þeirra ekki vera með nægilega góða sýn á konur,“ hefur móðir Vikander sagt í samtali við SVT.Gagnrýnendur hafa margir hrósað Vikander fyrir einlægan leik sinn í kvikmyndum sínum. Vikander hefur verið sérstaklega áberandi á hvíta tjaldinu síðustu mánuði þar sem hún hefur meðal annars farið með hlutverk í myndunum Burnt, The Man From UNCLE, Ex Machina, Seventh Son, Son of a Gun og Testament of Youth. Á næstu misserum mun Vikander birtast í nýrri mynd um Jason Bourne ásamt Matt Damon, í myndinni Tulip Fever ásamt þeim Judi Dench og Jack O’Connell og The Light Between Oceans, þar sem hún leikur með kærasta sínum til tæpra tveggja ára, Michael Fassbender. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sænska leikkonan Alicia Vikander varð um helgina fyrsti Svíinn til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik frá því að Ingrid Bergman hlaut þennan sama heiður árið 1975 fyrir hlutverk sitt í Austurlandahraðlestinni. Vikander hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í The Danish Girl þar sem sem hún fór með hlutverk Gerda Wegener. Myndin fjallar um Lili Elbe sem var ein fyrsta manneskjan til að gangast undir kynleiðréttingu. Í myndinni er sögð breytingarsaga Elbe, sem Óskarsverðlaunahafi síðasta árs Eddie Redmayne leikur, og samband hennar við eiginkonuna Gerda.Hin 27 ára Vikander er fædd í Gautaborg árið 1988 og er dóttir sænsku leikkonunnar Maria Fahl Vikander og geðlæknisins Svante Vikander. Hún kom fyrst fram á leiksviði í söngleiknum Kristina från Duvemåla sem sýndur var í Gautaborgaróperunni, þá sjö ára gömul. Hún flutti að heiman fimmtán ára þegar hún hóf nám við Konunglega ballettskólann í Stokkhólmi. Í viðtali við bandaríska tímaritið Vouge segir hún að dagarnir hafi þá byrjað klukkan sex á morgnana og verið búnir klukkan tíu að kvöldi. Flestir hafi nemendurnir fengið fína einkunn, en hún segir bellettinn hafa snúist um að ná fullkomnun. „Ef þú varst ekki fullkominn þá var það líkt og heimsendir. Ég upplifði mikið stress á þessum tíma. Ég var hjá sálfræðingi en sagði ekki foreldrum mínum frá því.“ Fyrst vakti hún fyrst athygli nítján ára gömul þegar hún fór með hlutverk hinnar alvörugefnu „Jossan“ í sjónvarpsþáttaröðinni Andra Avenyn sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu árið 2007. Á þeim tíma ferðaðist hún milli Gautaborgar, þar sem þættirnir voru teknir upp, og Stokkhólms þar hún var enn við nám.Hún sló í gegn fyrir alvöru í heimalandinu árið 2010 þegar hún lék í myndinni Till det som är vackert og hlaut hún Guldbagge-verðlaun, sem samsvarar til Óskarsverðlauna í Svíþjóð, sem besta leikkona í aðalhlutverki.Hún sló svo í gegn á alþjóðavísu með hlutverki sínu sem Karólína Matthildur drottning í dönsku myndinni A Royal Affair frá árinu 2012. Við framleiðslu myndarinnar lærði Vikander dönsku og hlaut hún mikið lof fyrir frammistöðu sína. „Það voru margir sem vildu hitta hana. Til að byrja með las hún öll handrit sem henni bárust og þótti þau öll vera spennandi. Mér fannst mörg þeirra ekki vera með nægilega góða sýn á konur,“ hefur móðir Vikander sagt í samtali við SVT.Gagnrýnendur hafa margir hrósað Vikander fyrir einlægan leik sinn í kvikmyndum sínum. Vikander hefur verið sérstaklega áberandi á hvíta tjaldinu síðustu mánuði þar sem hún hefur meðal annars farið með hlutverk í myndunum Burnt, The Man From UNCLE, Ex Machina, Seventh Son, Son of a Gun og Testament of Youth. Á næstu misserum mun Vikander birtast í nýrri mynd um Jason Bourne ásamt Matt Damon, í myndinni Tulip Fever ásamt þeim Judi Dench og Jack O’Connell og The Light Between Oceans, þar sem hún leikur með kærasta sínum til tæpra tveggja ára, Michael Fassbender.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira