Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Höskuldur Kári Schram skrifar 16. mars 2016 12:06 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Vísir/Valli Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48