Vantraust til umræðu á morgun Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 12:19 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar hefur störf í miklum mótbyr, bæði þjóðarinnar og innan beggja flokka. Vísir Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira