„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. apríl 2016 19:48 „Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Sjá meira
„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang
Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Sjá meira
„Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55
Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53