Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Mynd/Anton Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Erlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Erlent Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Innlent Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Erlent Fleiri fréttir Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Erlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Erlent Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Innlent Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Erlent Fleiri fréttir Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Sjá meira