Seinfeld-áhrifin Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 27. maí 2016 09:44 Munið þið eftir Seinfeld? Auðvitað muna allir eftir Seinfeld þó að það séu átján ár síðan hann var í sjónvarpinu. Meira að segja krakkar sem voru ekki fæddir þegar síðasti þáttur Seinfeld var sýndur þekkja hann samt. Sem dæmi má nefna að twitter-aðgangurinn @SeinfeldToday er með tæpa milljón fylgjenda. Þar tístir einhver í nafni Seinfelds og tjáir sig um málefni dagsins í dag og gefur þeim þannig tilgangslausan og óskiljanlegan blæ. Það er einmitt eitt af einkennum Seinfeld og allra umræðna um hann. Fólk fær aldrei nóg af þeim vegna þess að ekkert sem kemur fram í Seinfeld skiptir máli. Seinfeld var þáttur um ekki neitt. Hrein abstraktsjón. Þess vegna virðist hann líka ná að lifa. Seinfeld er ekki um pólitík, tækni eða siðferðismál. Metnaður Seinfeld fólst í því að finna umfjöllunarefni sem eru svo hversdagsleg að þau ná að vera sammannleg. Einn þáttur tók fyrir álitamálið um hversu lengi maður eigi að bíða áður en maður hendir jólakortum.Snilld, snilld, snilld Ég held að það sé kannski of heiladautt að kalla þetta snilld en ég skil vel hvað fólk er að fara þegar það notar slík orð. Í Seinfeld er ákveðin fullkomnun, 100% nýting á sjónvarpsmiðlinum, engar truflanir, engin hulin skilaboð, bara ómengað grín, tímalaus umfjöllunarefni sem hægt er að tala um endalaust því það er enga niðurstöðu að finna. Umfjöllunarefnin eru innhverf. Þau snúast um að ná algjörum fókus á hið hversdagslega til að gefa manni frí frá þeim byrðum sem fylgja heildarmyndinni. Amerísk sófaútgáfa 20. aldar tilvistarspeki. Ókei, ákveðin snilld. En ég velti fyrir mér hvort það sem ég kalla hér Seinfeld-áhrifin sé kannski ósiður eða bölvun heillar kynslóðar. Að geta rætt hluti endalaust án þess að komast að niðurstöðu. Á síðasta ári, 2015, er áætlað að notendur Twitter hafi sent frá sér um 200 milljarða tísta. Þar leynast eflaust margar hárbeittar athugasemdir en bragðið af Twitter er soldið eins og af Doritos-snakki. Maður veit aldrei hvort maður hefur borðað þurrkaðan sokk eða ekki því það er of mikið af truflunum á leið hugmyndarinnar frá taugaendunum til meltingarfæranna – of mikið af braki, mauli og endurtekningu. Þetta er synd því ég tel að í heiminum sé fullt af hlutum sem þurfi að ræða af þokkalegri festu. Hvers vegna eru öfgahreyfingar sem ala á útlendingahatri að ná fótfestu í Evrópu? Hvers vegna eru heimskautin að bráðna og hvernig getur það verið að tæplega helmingur bandarísku þjóðarinnar sé mögulega að fara að kjósa sér forseta sem hefur það á stefnuskrá sinni að reisa múr til að einangra land sitt frá ytri áhrifum?Hí á asnalega kallinn Ég ætla að láta mér nægja að reyna að takast á við síðustu spurninguna. Hvers vegna er Donald Trump kominn svona langt? Er það kannski vegna þess að andstaðan sem hann er að fá er að mestu leyti í formi Seinfeld-áhrifa? Ég er að tala um þá staðreynd að bróðurpartur neikvæðrar umfjöllunar um hann er hversu stórar hendur hann er með, hvernig hann lítur út nakinn, hvort hann sé með hárkollu og hvað hann sé asnalegur eða hallærislegur. Það vantar ekki andstöðuna, það vantar ekki heldur kraftinn í andstöðuna, en það vantar hreinlega meininguna. Slagkraftinum er dreift á fullkomlega tilgangslaus umræðuefni sem leiða ekki til niðurstöðu. Þannig deyfum við huga okkar fyrir hinum undirliggjandi vandamálum sem blasa þrátt fyrir allt við. Í þessu tilfelli verður það að teljast verulegt umhugsunarefni fyrir heimsbyggðina að það ríki töluverður stuðningur meðal almennings stærsta herveldis veraldar við að taka u-beygju í alþjóðamálum. En kannski er það bara of stór hugsun til að ræða og niðurstaðan of óþægileg. Ég kalla þetta Seinfeld-áhrifin vegna þess að ég tel að stundum geti internetið og skoðanaskiptin þar verið svo arfamáttlaus, eins og endurómur af tuttugu ára gömlum hugmyndum, skraf úr eftirpartíi þar sem enginn þarf að bera ábyrgð á neinu sem sagt er. Þar sem síðustu hlátrarnir eru kreistir úr gömlum fimmaurabröndurum sem leiknir voru af sólbrúnum alkóhólistum í myndveri í Los Angeles árið 1995. Já, ég segi stundum, því auðvitað er ég ekki afturhaldsseggur sem krossar út nútíma tækni. Langt í frá. Ég er í raun bara að segja að innst inni finnst mér ekkert fyndið að horfa á veröldina brenna. Það sem ég er að gagnrýna eru endurtekningarnar, meme-in, endurvinnslan, fókusinn á merkingarleysið og hið hversdagslega, áhersluna á að missa ekki kúlið. Ég tek þetta einnig til mín sjálfur. Ég vil ekki hverfa, ég vil ekki verða að litlum álfi með meitil sem heggur í sama steininn og allir hinir án takmarks og tilgangs, tvítandi um tvennutilboð og typpið á Donald Trump. Ég óttast merkingarleysi tilverunnar meira en allt annað, hversu létt það er að afskrifa þjáningu sem grín og setja merkingu hluta í það samhengi sem hentar hverju sinni. Það er til dæmis svo ósköp létt að afskrifa kverúlanta-óp mín í þessum pistli sem saklaust grín um Seinfeld. En innst inni vita það allir sem þurfa að vita að þessi pistill er ekki um Seinfeld. Hann er um þá óþægilegu tilfinningu að vera af kynslóð sem lepur volgar dreggjar úr bjórdós í eftirpartíi og flissar máttlaust yfir heimilisföðurnum sem hreyfir sig með krampakippum í sófanum með sígarettu í munnvikinu og er um það bil að kveikja í húsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Munið þið eftir Seinfeld? Auðvitað muna allir eftir Seinfeld þó að það séu átján ár síðan hann var í sjónvarpinu. Meira að segja krakkar sem voru ekki fæddir þegar síðasti þáttur Seinfeld var sýndur þekkja hann samt. Sem dæmi má nefna að twitter-aðgangurinn @SeinfeldToday er með tæpa milljón fylgjenda. Þar tístir einhver í nafni Seinfelds og tjáir sig um málefni dagsins í dag og gefur þeim þannig tilgangslausan og óskiljanlegan blæ. Það er einmitt eitt af einkennum Seinfeld og allra umræðna um hann. Fólk fær aldrei nóg af þeim vegna þess að ekkert sem kemur fram í Seinfeld skiptir máli. Seinfeld var þáttur um ekki neitt. Hrein abstraktsjón. Þess vegna virðist hann líka ná að lifa. Seinfeld er ekki um pólitík, tækni eða siðferðismál. Metnaður Seinfeld fólst í því að finna umfjöllunarefni sem eru svo hversdagsleg að þau ná að vera sammannleg. Einn þáttur tók fyrir álitamálið um hversu lengi maður eigi að bíða áður en maður hendir jólakortum.Snilld, snilld, snilld Ég held að það sé kannski of heiladautt að kalla þetta snilld en ég skil vel hvað fólk er að fara þegar það notar slík orð. Í Seinfeld er ákveðin fullkomnun, 100% nýting á sjónvarpsmiðlinum, engar truflanir, engin hulin skilaboð, bara ómengað grín, tímalaus umfjöllunarefni sem hægt er að tala um endalaust því það er enga niðurstöðu að finna. Umfjöllunarefnin eru innhverf. Þau snúast um að ná algjörum fókus á hið hversdagslega til að gefa manni frí frá þeim byrðum sem fylgja heildarmyndinni. Amerísk sófaútgáfa 20. aldar tilvistarspeki. Ókei, ákveðin snilld. En ég velti fyrir mér hvort það sem ég kalla hér Seinfeld-áhrifin sé kannski ósiður eða bölvun heillar kynslóðar. Að geta rætt hluti endalaust án þess að komast að niðurstöðu. Á síðasta ári, 2015, er áætlað að notendur Twitter hafi sent frá sér um 200 milljarða tísta. Þar leynast eflaust margar hárbeittar athugasemdir en bragðið af Twitter er soldið eins og af Doritos-snakki. Maður veit aldrei hvort maður hefur borðað þurrkaðan sokk eða ekki því það er of mikið af truflunum á leið hugmyndarinnar frá taugaendunum til meltingarfæranna – of mikið af braki, mauli og endurtekningu. Þetta er synd því ég tel að í heiminum sé fullt af hlutum sem þurfi að ræða af þokkalegri festu. Hvers vegna eru öfgahreyfingar sem ala á útlendingahatri að ná fótfestu í Evrópu? Hvers vegna eru heimskautin að bráðna og hvernig getur það verið að tæplega helmingur bandarísku þjóðarinnar sé mögulega að fara að kjósa sér forseta sem hefur það á stefnuskrá sinni að reisa múr til að einangra land sitt frá ytri áhrifum?Hí á asnalega kallinn Ég ætla að láta mér nægja að reyna að takast á við síðustu spurninguna. Hvers vegna er Donald Trump kominn svona langt? Er það kannski vegna þess að andstaðan sem hann er að fá er að mestu leyti í formi Seinfeld-áhrifa? Ég er að tala um þá staðreynd að bróðurpartur neikvæðrar umfjöllunar um hann er hversu stórar hendur hann er með, hvernig hann lítur út nakinn, hvort hann sé með hárkollu og hvað hann sé asnalegur eða hallærislegur. Það vantar ekki andstöðuna, það vantar ekki heldur kraftinn í andstöðuna, en það vantar hreinlega meininguna. Slagkraftinum er dreift á fullkomlega tilgangslaus umræðuefni sem leiða ekki til niðurstöðu. Þannig deyfum við huga okkar fyrir hinum undirliggjandi vandamálum sem blasa þrátt fyrir allt við. Í þessu tilfelli verður það að teljast verulegt umhugsunarefni fyrir heimsbyggðina að það ríki töluverður stuðningur meðal almennings stærsta herveldis veraldar við að taka u-beygju í alþjóðamálum. En kannski er það bara of stór hugsun til að ræða og niðurstaðan of óþægileg. Ég kalla þetta Seinfeld-áhrifin vegna þess að ég tel að stundum geti internetið og skoðanaskiptin þar verið svo arfamáttlaus, eins og endurómur af tuttugu ára gömlum hugmyndum, skraf úr eftirpartíi þar sem enginn þarf að bera ábyrgð á neinu sem sagt er. Þar sem síðustu hlátrarnir eru kreistir úr gömlum fimmaurabröndurum sem leiknir voru af sólbrúnum alkóhólistum í myndveri í Los Angeles árið 1995. Já, ég segi stundum, því auðvitað er ég ekki afturhaldsseggur sem krossar út nútíma tækni. Langt í frá. Ég er í raun bara að segja að innst inni finnst mér ekkert fyndið að horfa á veröldina brenna. Það sem ég er að gagnrýna eru endurtekningarnar, meme-in, endurvinnslan, fókusinn á merkingarleysið og hið hversdagslega, áhersluna á að missa ekki kúlið. Ég tek þetta einnig til mín sjálfur. Ég vil ekki hverfa, ég vil ekki verða að litlum álfi með meitil sem heggur í sama steininn og allir hinir án takmarks og tilgangs, tvítandi um tvennutilboð og typpið á Donald Trump. Ég óttast merkingarleysi tilverunnar meira en allt annað, hversu létt það er að afskrifa þjáningu sem grín og setja merkingu hluta í það samhengi sem hentar hverju sinni. Það er til dæmis svo ósköp létt að afskrifa kverúlanta-óp mín í þessum pistli sem saklaust grín um Seinfeld. En innst inni vita það allir sem þurfa að vita að þessi pistill er ekki um Seinfeld. Hann er um þá óþægilegu tilfinningu að vera af kynslóð sem lepur volgar dreggjar úr bjórdós í eftirpartíi og flissar máttlaust yfir heimilisföðurnum sem hreyfir sig með krampakippum í sófanum með sígarettu í munnvikinu og er um það bil að kveikja í húsinu.
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun