Nýtt blóð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, var stofnað á þriðjudag. Á heimasíðu flokksins kemur fram að um sé að ræða nýtt, frjálslynt stjórnmálaafl á Íslandi. Flokkurinn standi í grófum dráttum fyrir réttlátt samfélag þar sem lífskjör eigi að verða svipuð og í nágrannalöndunum. Auðlindir eigi að nýta skynsamlega og markaðslausnir þar sem við á. Kjósa skuli um hvort ljúka eigi viðræðum við Evrópusambandið. Fundurinn var vel sóttur en þar munu hafa verið samankomin um 400 manns. Flokkurinn er stofnaður í afar áhugaverðu pólitísku andrúmslofti. Þingkosningum hefur verið flýtt vegna persónulegra vandræða formanna ríkisstjórnarflokkanna. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn fyrir aðeins þremur árum, er að liðast í sundur. Frjálslyndir hægrimenn hafa verið duglegir við að lýsa óánægju sinni með sinn flokk, Sjálfstæðisflokkinn, eftir það sem þeir telja vera svik í Evrópusambandsmálum og aðra eftirlátssemi í málamiðlunum við samstarfsflokkinn, meðal annars í landbúnaðar- og neytendamálum og öðrum. Auk þess eru einhverjir langþreyttir á því sem oft og tíðum virðist vera beinhörð sérhagsmunagæsla hjá ríkisstjórnarflokkunum tveimur. Þannig er afar líklega rými og jafnvel eftirspurn á hinum pólitíska markaði fyrir hægri demókratískan flokk af því tagi sem Viðreisn gefur sig út fyrir að vera. Hvort Viðreisn uppfylli væntingar þessa hóps á eftir að koma í ljós. Flokkurinn verður að teljast líklegur til að reyna að fá einnig til liðs við sig þá sem hallast nær hægri eða miðju í Samfylkingunni, þar sem allt útlit er fyrir að afar vinstrisinnaður frambjóðandi muni bera sigur úr býtum í formannskjöri. Auk þess hlýtur það að vera á stefnuskránni að fjölga konum og ungu fólki, en karlmenn yfir miðjum aldri og eldri voru meirihluti gesta á stofnfundinum. Kannanir á fylgi stjórnmálaflokka undanfarið sýna að mikið flökt er á fylginu. Píratar og Sjálfstæðisflokkur mælast alla jafna langstærstir. Sterkur hægrikrataflokkur gæti hins vegar bitið fylgi af báðum þessum flokkum og jafnvel fleirum. Slíkur flokkur er því augljós ógn við báða flokkana og sér í lagi Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur nú 19 þingmenn. En slíkur flokkur gæti einnig veitt báðum þessum flokkum tækifæri, nái hann einhverju flugi, til þess að mynda ríkisstjórnir með öðrum hætti en gert hefur verið ráð fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið í samstarfi við Framsóknarflokkinn sem gengið hefur misvel. Píratar virðast hafa verið settir í sveit með vinstriflokkum, án þess að nokkuð liggi fyrir um hvort það sé það sem flokkurinn raunverulega vill. Báðir flokkarnir gætu myndað ríkisstjórn með frjálslyndum hægriflokki og ef til vill litið þann kost hýrara auga en þá sem nú standa til boða. Það er að minnsta kosti ljóst að koma Viðreisnar inn á hinn pólitíska vígvöll hleypir blóði í komandi kosningabaráttu. Flokkurinn hefur öll tækifæri til að gera sig gildandi. Það hefur hins vegar ekki verið langlíft hingað til þegar klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum sækjast eftir völdum. Hvort saga Viðreisnar verður eins verður spennandi að sjá.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, var stofnað á þriðjudag. Á heimasíðu flokksins kemur fram að um sé að ræða nýtt, frjálslynt stjórnmálaafl á Íslandi. Flokkurinn standi í grófum dráttum fyrir réttlátt samfélag þar sem lífskjör eigi að verða svipuð og í nágrannalöndunum. Auðlindir eigi að nýta skynsamlega og markaðslausnir þar sem við á. Kjósa skuli um hvort ljúka eigi viðræðum við Evrópusambandið. Fundurinn var vel sóttur en þar munu hafa verið samankomin um 400 manns. Flokkurinn er stofnaður í afar áhugaverðu pólitísku andrúmslofti. Þingkosningum hefur verið flýtt vegna persónulegra vandræða formanna ríkisstjórnarflokkanna. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn fyrir aðeins þremur árum, er að liðast í sundur. Frjálslyndir hægrimenn hafa verið duglegir við að lýsa óánægju sinni með sinn flokk, Sjálfstæðisflokkinn, eftir það sem þeir telja vera svik í Evrópusambandsmálum og aðra eftirlátssemi í málamiðlunum við samstarfsflokkinn, meðal annars í landbúnaðar- og neytendamálum og öðrum. Auk þess eru einhverjir langþreyttir á því sem oft og tíðum virðist vera beinhörð sérhagsmunagæsla hjá ríkisstjórnarflokkunum tveimur. Þannig er afar líklega rými og jafnvel eftirspurn á hinum pólitíska markaði fyrir hægri demókratískan flokk af því tagi sem Viðreisn gefur sig út fyrir að vera. Hvort Viðreisn uppfylli væntingar þessa hóps á eftir að koma í ljós. Flokkurinn verður að teljast líklegur til að reyna að fá einnig til liðs við sig þá sem hallast nær hægri eða miðju í Samfylkingunni, þar sem allt útlit er fyrir að afar vinstrisinnaður frambjóðandi muni bera sigur úr býtum í formannskjöri. Auk þess hlýtur það að vera á stefnuskránni að fjölga konum og ungu fólki, en karlmenn yfir miðjum aldri og eldri voru meirihluti gesta á stofnfundinum. Kannanir á fylgi stjórnmálaflokka undanfarið sýna að mikið flökt er á fylginu. Píratar og Sjálfstæðisflokkur mælast alla jafna langstærstir. Sterkur hægrikrataflokkur gæti hins vegar bitið fylgi af báðum þessum flokkum og jafnvel fleirum. Slíkur flokkur er því augljós ógn við báða flokkana og sér í lagi Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur nú 19 þingmenn. En slíkur flokkur gæti einnig veitt báðum þessum flokkum tækifæri, nái hann einhverju flugi, til þess að mynda ríkisstjórnir með öðrum hætti en gert hefur verið ráð fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið í samstarfi við Framsóknarflokkinn sem gengið hefur misvel. Píratar virðast hafa verið settir í sveit með vinstriflokkum, án þess að nokkuð liggi fyrir um hvort það sé það sem flokkurinn raunverulega vill. Báðir flokkarnir gætu myndað ríkisstjórn með frjálslyndum hægriflokki og ef til vill litið þann kost hýrara auga en þá sem nú standa til boða. Það er að minnsta kosti ljóst að koma Viðreisnar inn á hinn pólitíska vígvöll hleypir blóði í komandi kosningabaráttu. Flokkurinn hefur öll tækifæri til að gera sig gildandi. Það hefur hins vegar ekki verið langlíft hingað til þegar klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum sækjast eftir völdum. Hvort saga Viðreisnar verður eins verður spennandi að sjá.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun