Pabbastund Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2016 07:00 Ég á ekki margar minningar um pabba minn sem lést langt fyrir aldur fram. Því dýrmætari eru augnablikin sem lifa í hugskotinu. Lykt, hlátur, háhestur. Ég breytist í stelpuskott. Ein sterkasta minningin er af okkur í sturtu. Hann raular, örugglega lag með Dire Straits, eða Bubba, og þvær mér um hárið. Ég fæ sápu í augað en harka af mér því ég vil ekki hreyfa við þessari stund. Ég er svo örugg. Með hendur pabba míns um hausinn og ljúfa röddina í eyrunum. Og eldrautt auga. Þegar mynd af föður sem heldur á barni sínu í sturtu gekk um Facebook um daginn, hélt ég fyrst að verið væri að deila myndinni því hún væri svo fögur. Hugljúf mynd á mánudegi. Svo kom í ljós að myndin hafði verið bönnuð því hún þótti ósæmileg. Ojj. Nakinn karlmaður með nakið barn. En viðbjóðslegt! Ég varð alveg öskuill. Og vinir mínir sögðu mér frá sinni reynslu. Einn bað mömmuna frekar um að setja krem á dóttur sína eftir að hún datt á hjóli því „pabbi setti krem á píkuna“ gæti hljómað illa í eyrum leikskólakennara daginn eftir. Einn mátti ekki gista hjá sjö ára fótboltastelpum í skála. Svo er það pabbinn sem lék yfir sig í stelpuafmælinu, tók í flugvélar og gaf bangsaknús. Hugsaði lengi um kvöldið hvort hann hefði farið yfir strikið. Ég veit að heimurinn er hættulegur en hann er líka óskaplega fallegur. Stundum þurfum við að velja: Að treysta eða vera ein. Að elska eða komast hjá ástarsorg. Að vera hrædd eða lifa. Helst myndi ég vilja geyma börnin mín í bumbunni alla ævi, en það er lítil hamingja fólgin í því. Fyrir þrjátíu árum þvoði ungur maður stelpunni sinni um hausinn. Hún hlustaði á hann raula og starði á dinglandi typpið sem var einmitt í augnhæð. Það var falleg og mikilvæg stund. Og eðlileg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Ég á ekki margar minningar um pabba minn sem lést langt fyrir aldur fram. Því dýrmætari eru augnablikin sem lifa í hugskotinu. Lykt, hlátur, háhestur. Ég breytist í stelpuskott. Ein sterkasta minningin er af okkur í sturtu. Hann raular, örugglega lag með Dire Straits, eða Bubba, og þvær mér um hárið. Ég fæ sápu í augað en harka af mér því ég vil ekki hreyfa við þessari stund. Ég er svo örugg. Með hendur pabba míns um hausinn og ljúfa röddina í eyrunum. Og eldrautt auga. Þegar mynd af föður sem heldur á barni sínu í sturtu gekk um Facebook um daginn, hélt ég fyrst að verið væri að deila myndinni því hún væri svo fögur. Hugljúf mynd á mánudegi. Svo kom í ljós að myndin hafði verið bönnuð því hún þótti ósæmileg. Ojj. Nakinn karlmaður með nakið barn. En viðbjóðslegt! Ég varð alveg öskuill. Og vinir mínir sögðu mér frá sinni reynslu. Einn bað mömmuna frekar um að setja krem á dóttur sína eftir að hún datt á hjóli því „pabbi setti krem á píkuna“ gæti hljómað illa í eyrum leikskólakennara daginn eftir. Einn mátti ekki gista hjá sjö ára fótboltastelpum í skála. Svo er það pabbinn sem lék yfir sig í stelpuafmælinu, tók í flugvélar og gaf bangsaknús. Hugsaði lengi um kvöldið hvort hann hefði farið yfir strikið. Ég veit að heimurinn er hættulegur en hann er líka óskaplega fallegur. Stundum þurfum við að velja: Að treysta eða vera ein. Að elska eða komast hjá ástarsorg. Að vera hrædd eða lifa. Helst myndi ég vilja geyma börnin mín í bumbunni alla ævi, en það er lítil hamingja fólgin í því. Fyrir þrjátíu árum þvoði ungur maður stelpunni sinni um hausinn. Hún hlustaði á hann raula og starði á dinglandi typpið sem var einmitt í augnhæð. Það var falleg og mikilvæg stund. Og eðlileg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun