Stelpurnar unnu Skotana sannfærandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 16:51 Frá leik með íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Leik lokið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Körfubolti Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Emil: Stundum þarf breytingar Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Leik lokið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar aftur á sigurbraut og Höttur með þriðja tapið í röð Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Í beinni: Bournemouth - Tottenham | Komast Spurs á beinu brautina? Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Gauti komst á pall á Ítalíu Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Í árs bann fyrir óhófleg svipuhögg Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Leik lokið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Körfubolti Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Emil: Stundum þarf breytingar Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Leik lokið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar aftur á sigurbraut og Höttur með þriðja tapið í röð Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Í beinni: Bournemouth - Tottenham | Komast Spurs á beinu brautina? Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Gauti komst á pall á Ítalíu Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Í árs bann fyrir óhófleg svipuhögg Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Sjá meira