Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 11:00 Jon Snow í þrengingum. Mynd/HBO Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00
Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15
Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15