Ragna: Ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 11:19 Ragna Ingólfsdóttir´. Vísir/Anton Ragna Ingólfsdóttir, fyrrum Ólympíufari og badminton-goðsögn, hélt athyglisverða ræðu á opnum útifundi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í sólinni fyrir utan húsakynni ÍSÍ í Laugardalnum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. Ragna sagði að Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hafi snúið upp á handlegginn á sér en sem betur fer gerði hún það því úr varð persónuleg og skemmtileg ræða sem gaf gestum sýn inn í líf íslensks afreksíþróttafólks á síðustu árum. „Ég heiti Ragna Ingólfsdóttir og ég æfði badminton í 21 ár og þar af í tíu ár sem atvinnumaður á Íslandi eins langt og það náði. Ég fór á tvenna Ólympíuleika, 2008 og 2012, og reyndi við þrenna. Ég held að ég hafi mögulega komist inn 2004 ef að ég hefði verið með meiri pening á milli handanna," byrjaði Ragna ræðuna sína. „Ég var á afreksstyrk frá 2002 til 2012. Allan tímann var upphæðin sú sama eða 80 þúsund krónur á mánuði í tvö ár fyrir leika. Ég mátti ekki nota það til framfærslu heldur þurfti ég að eyða því í til dæmis hótel og flug. Það var því ekki mikill peningur á milli handanna," sagði Ragna. „Ég fór þá leið að klára menntaskólann utan skóla svo að ég gæti æft eins mikið og ég mögulega gæti og farið í eins margar keppnir og ég mögulega gæti. Ég skráði mig síðan í líklega eina námið í HÍ þar sem ekki er skyldumæting í tíma. Það var heimspeki og ég kláraði hana á fjórum og hálfu ári," sagði Ragna og margir áhorfendur skelltu þá upp úr. „Ég fékk námslán á meðan og það var peningurinn sem ég notaði til þess að halda mér uppi. Ég æfði sex daga vikunnar í fjóra til sex tíma á dag. Þetta var ekki nægur peningur til þess að halda mér uppi þannig að ég þurfti líka að þjálfa," sagði Ragna. „Það sem ég vil fagna hér í dag er að afreksíþróttafólk geti nú hvílt sig á milli æfinga í stað þess að vera að þjálfa eða leita annarra leiða til þess að lifa af," sagði Ragna. „Það eru margir sem detta út á þessum árum. Ég var alveg ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur fjárhagslega. Þetta var minn draumur og ég hélt áfram. Það eru margir sem sjá ekki fram á það að geta þetta og hætta kannski á mjög mikilvægum tímapunkti. Þetta er fólk sem við hefðum getað séð blómstra í framtíðinni," sagði Ragna. „Þessi samningur gerir vonandi okkar afreksíþróttafólki kleyft að verða betri í sinni íþrótt sem það dreymir um. Við fáum um leið fleiri fyrirmyndir, góða landkynningu og góða stemmningu í landið. Þetta er skref í rétta átt og mér finnst við þurfum að skapa þetta umhverfi í kringum afreksíþróttafólkið okkar," sagði Ragna. „Mér finnst líka, og örugglega mörgum öðrum líka, að þjóðin þarf á þessum afreksíþróttamönnum að halda. Vonandi verða þeir fleiri og betri í framtíðinni," sagði Ragna að lokum. Hún hlaut mikið klapp fyrir enda hitti hún þarna naglann beint á höfuðið. Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Lítill Verstappen á leiðinni Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Dagskráin í dag: Tveir stórleikir í Bónus deild karla Benedikt í bann Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Fulham upp í sjötta sætið Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir, fyrrum Ólympíufari og badminton-goðsögn, hélt athyglisverða ræðu á opnum útifundi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í sólinni fyrir utan húsakynni ÍSÍ í Laugardalnum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. Ragna sagði að Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hafi snúið upp á handlegginn á sér en sem betur fer gerði hún það því úr varð persónuleg og skemmtileg ræða sem gaf gestum sýn inn í líf íslensks afreksíþróttafólks á síðustu árum. „Ég heiti Ragna Ingólfsdóttir og ég æfði badminton í 21 ár og þar af í tíu ár sem atvinnumaður á Íslandi eins langt og það náði. Ég fór á tvenna Ólympíuleika, 2008 og 2012, og reyndi við þrenna. Ég held að ég hafi mögulega komist inn 2004 ef að ég hefði verið með meiri pening á milli handanna," byrjaði Ragna ræðuna sína. „Ég var á afreksstyrk frá 2002 til 2012. Allan tímann var upphæðin sú sama eða 80 þúsund krónur á mánuði í tvö ár fyrir leika. Ég mátti ekki nota það til framfærslu heldur þurfti ég að eyða því í til dæmis hótel og flug. Það var því ekki mikill peningur á milli handanna," sagði Ragna. „Ég fór þá leið að klára menntaskólann utan skóla svo að ég gæti æft eins mikið og ég mögulega gæti og farið í eins margar keppnir og ég mögulega gæti. Ég skráði mig síðan í líklega eina námið í HÍ þar sem ekki er skyldumæting í tíma. Það var heimspeki og ég kláraði hana á fjórum og hálfu ári," sagði Ragna og margir áhorfendur skelltu þá upp úr. „Ég fékk námslán á meðan og það var peningurinn sem ég notaði til þess að halda mér uppi. Ég æfði sex daga vikunnar í fjóra til sex tíma á dag. Þetta var ekki nægur peningur til þess að halda mér uppi þannig að ég þurfti líka að þjálfa," sagði Ragna. „Það sem ég vil fagna hér í dag er að afreksíþróttafólk geti nú hvílt sig á milli æfinga í stað þess að vera að þjálfa eða leita annarra leiða til þess að lifa af," sagði Ragna. „Það eru margir sem detta út á þessum árum. Ég var alveg ákveðin í því að halda áfram þrátt fyrir að lifa nánast eins og munkur fjárhagslega. Þetta var minn draumur og ég hélt áfram. Það eru margir sem sjá ekki fram á það að geta þetta og hætta kannski á mjög mikilvægum tímapunkti. Þetta er fólk sem við hefðum getað séð blómstra í framtíðinni," sagði Ragna. „Þessi samningur gerir vonandi okkar afreksíþróttafólki kleyft að verða betri í sinni íþrótt sem það dreymir um. Við fáum um leið fleiri fyrirmyndir, góða landkynningu og góða stemmningu í landið. Þetta er skref í rétta átt og mér finnst við þurfum að skapa þetta umhverfi í kringum afreksíþróttafólkið okkar," sagði Ragna. „Mér finnst líka, og örugglega mörgum öðrum líka, að þjóðin þarf á þessum afreksíþróttamönnum að halda. Vonandi verða þeir fleiri og betri í framtíðinni," sagði Ragna að lokum. Hún hlaut mikið klapp fyrir enda hitti hún þarna naglann beint á höfuðið.
Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Lítill Verstappen á leiðinni Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Dagskráin í dag: Tveir stórleikir í Bónus deild karla Benedikt í bann Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Fulham upp í sjötta sætið Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Sjá meira