Strákarnir unnu Pólverja og tryggðu sér sigur í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 17:37 Íslenska 20 ára liðið. Mynd/FIBAEurope Íslenska tuttugu ára liðið í körfubolta heldur áfram að gera það gott á EM í Grikklandi en strákarnir unnu 62-60 sigur á Pólverjum í kvöld. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð en áður hafði liðið unnið Rússa og Eista. Íslensku strákarnir tryggðu sér efsta sætið í sínum riðli og sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Íslenska liðið mætir Georgíu í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en þá eru strákarnir aðeins tveimur sigurleikjum frá úrslitaleiknum. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Póllandi og Haukamaðurinn Kári Jónsson bætti við 13 stigum og 5 stoðsendingum. Miðherjinn að norðan, Tryggvi Hlinason var með 9 stig og 7 fráköst og Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson skoraði 8 stig og tók 10 fráköst. Finnur Freyr Stefánsson og strákarnir hans töpuðu fyrsta leiknum sínum en hafa síðan haft betur í þremur miklum spennuleikjum. Þar hafa þeir ekki aðeins sýnt að þeir eru góðir í körfubolta heldur einnig að þeir eru með sterkar taugar á úrslitastundu. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, komst í 8-4, 13-6 og var síðan 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pólverjar jöfnuðu metin í öðrum leikhluta en Viðar Ágústsson sá til þess að Ísland var yfir í hálfleik, 30-29, með því að setja niður þriggja stiga körfu. Íslenska liðið náði mest sex stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Pólverjar átti góðan endakafla í honum og leiddu, 45-44, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku strákarnir skoruðu fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og voru síðan skrefinu á undan næstu mínúturnar. Lokamínúturnar voru hinsvegar æsispennandi þar sem liði skiptust á því að taka forystuna. Pólverjar voru 59-58 yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en tveggja stiga karfa frá Jóni Axel og tvö vítaskot frá Hjálmari Stefánssyni komu íslenska liðinu í 62-59. Pólverjar minnkuðu muninn í tvö stig með því að setja niður eitt víti þegar fimm sekúndur voru eftir og reyndu síðan að klikka á hinu. Hjálmar Stefánsson náði hinsvegar varnarfrákastinu og sigurinn var Íslands. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira
Íslenska tuttugu ára liðið í körfubolta heldur áfram að gera það gott á EM í Grikklandi en strákarnir unnu 62-60 sigur á Pólverjum í kvöld. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð en áður hafði liðið unnið Rússa og Eista. Íslensku strákarnir tryggðu sér efsta sætið í sínum riðli og sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Íslenska liðið mætir Georgíu í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en þá eru strákarnir aðeins tveimur sigurleikjum frá úrslitaleiknum. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Póllandi og Haukamaðurinn Kári Jónsson bætti við 13 stigum og 5 stoðsendingum. Miðherjinn að norðan, Tryggvi Hlinason var með 9 stig og 7 fráköst og Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson skoraði 8 stig og tók 10 fráköst. Finnur Freyr Stefánsson og strákarnir hans töpuðu fyrsta leiknum sínum en hafa síðan haft betur í þremur miklum spennuleikjum. Þar hafa þeir ekki aðeins sýnt að þeir eru góðir í körfubolta heldur einnig að þeir eru með sterkar taugar á úrslitastundu. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, komst í 8-4, 13-6 og var síðan 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pólverjar jöfnuðu metin í öðrum leikhluta en Viðar Ágústsson sá til þess að Ísland var yfir í hálfleik, 30-29, með því að setja niður þriggja stiga körfu. Íslenska liðið náði mest sex stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Pólverjar átti góðan endakafla í honum og leiddu, 45-44, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku strákarnir skoruðu fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og voru síðan skrefinu á undan næstu mínúturnar. Lokamínúturnar voru hinsvegar æsispennandi þar sem liði skiptust á því að taka forystuna. Pólverjar voru 59-58 yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en tveggja stiga karfa frá Jóni Axel og tvö vítaskot frá Hjálmari Stefánssyni komu íslenska liðinu í 62-59. Pólverjar minnkuðu muninn í tvö stig með því að setja niður eitt víti þegar fimm sekúndur voru eftir og reyndu síðan að klikka á hinu. Hjálmar Stefánsson náði hinsvegar varnarfrákastinu og sigurinn var Íslands.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira