Rússarnir áttu ekki svör við íslensku geðveikinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Strákarnir átta sem eru í æfingahóp 20 ára landsliðsins. Mynd/KKÍ/Baldur Ragnarsson Íslensku landsliðin halda áfram að vera stóru þjóðunum skeinuhætt eins og Davíð á móti Golíat. Þetta hafa þau sýnt síðustu árin og litla Ísland minnti enn á ný á sig á alþjóðlegum vettvangi um síðustu helgi. Ísland er með í Evrópukeppni undir tuttugu ára liða á ný í körfunni og á laugardaginn vann liðið Rússa 71-65. Bestu úrslit Íslands á móti Rússum fyrir þennan sögulega leik var 16 stiga tap og Rússarnir voru einmitt komnir sextán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, komu til baka og urðu fyrstir íslenskra liða til að vinna Rússa í körfubolta.Nauðsynlegt skref Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR undanfarin þrjú ár, er þjálfari liðsins. „Það er bara frábært að við séum að keppa aftur á Evrópumóti undir 20 ára og þannig að reyna að brúa bilið á milli yngri landsliðanna og A-landsliðsins. Þetta er nauðsynlegt skref. Það er líka ekki oft sem við fáum tækifæri til að keppa á móti Rússum. Liðunum var fækkað í A-deild. Rússland, Króatía, Grikkland, Pólland, Bosnía og Svartfjallaland féllu öll í B-deildina og B-deildin er því mjög sterk í ár,“ segir Finnur.Sjokk í fyrsta leik Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með sigrum á Rússum og Eistum. „Hvít-Rússaleikurinn var svolítið sjokk fyrir liðið og þá sérstaklega upp á varnarleikinn að gera. Við vorum betur undir það búnir á móti Rússunum. Við duttum betur í gírinn þegar leið á leikinn. Við fórum í þessa íslensku geðveiki sem við höfum alltaf talað um hjá A-landsliðinu. Það var bara að kýla á þetta og spila hratt og reyna með því að sprengja upp leikinn,“ segir Finnur. Í liði hans eru strákar sem voru í stórum hlutverkum hjá meistaraflokkum sínum undanfarin tímabil.Skemmtilega samsett lið „Þeir eru klárir í slaginn, eru ekkert hikandi eða smeykir. Þeir eru ákveðnir og hræðast ekki neitt. Það er munur að vera með stráka sem eru vanir að spila á móti fullorðnum karlmönnum þó að varnarleikurinn hérna sé svolítið öðruvísi en við erum vanir heima. Þetta er mjög skemmtilega samsett lið og strákar sem lofa góðu fyrir framtíðina,“ segir Finnur. Átta þeirra eru í æfingahóp A-landsliðsins og þar er Finnur aðstoðarþjálfari. Er þetta ekki bara ein stór áheyrnarprufa hjá þessum strákum? „Jú, að sjálfsögðu. Við ætlum síðan að sjá hvernig strákarnir koma inn í prógrammið heima þegar þeir koma til baka eftir mótið. Stóri hópurinn byrjar að æfa í vikunni en við komum heim á mánudaginn og strákarnir byrja að æfa fljótlega eftir það. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig þeir standa miðað við þessa karla heima eftir þetta mót,“ segir Finnur. A-landsliðið keppir í undankeppni EM í haust þar sem liðið reynir að komast á sitt annað Eurobasket-mót í röð.Geta tekið við keflinu Finnur segir að í 20 ára liðinu séu leikmenn sem geti náð langt. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að hér séu strákar sem eru klárir í það að taka við keflinu af eldri strákunum í A-landsliðinu. Þeir þurfa að hugsa um það að leggja hart að sér áfram. Þeir eru gríðarlega góðir og hafa staðið sig vel heima en þeir eiga enn þá mikið verk fyrir höndum ef þeir ætla að komast í fremstu röð. Það er núna bara í þeirra höndum hversu langt þeir vilja ná, hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig því hæfileikarnir eru klárlega til staðar,“ segir Finnur. Íslenska liðið fékk tveggja daga hvíld en mætir Póllandi í dag þar sem sigur tryggir liðinu sæti í átta liða úrslitum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira
Íslensku landsliðin halda áfram að vera stóru þjóðunum skeinuhætt eins og Davíð á móti Golíat. Þetta hafa þau sýnt síðustu árin og litla Ísland minnti enn á ný á sig á alþjóðlegum vettvangi um síðustu helgi. Ísland er með í Evrópukeppni undir tuttugu ára liða á ný í körfunni og á laugardaginn vann liðið Rússa 71-65. Bestu úrslit Íslands á móti Rússum fyrir þennan sögulega leik var 16 stiga tap og Rússarnir voru einmitt komnir sextán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, komu til baka og urðu fyrstir íslenskra liða til að vinna Rússa í körfubolta.Nauðsynlegt skref Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR undanfarin þrjú ár, er þjálfari liðsins. „Það er bara frábært að við séum að keppa aftur á Evrópumóti undir 20 ára og þannig að reyna að brúa bilið á milli yngri landsliðanna og A-landsliðsins. Þetta er nauðsynlegt skref. Það er líka ekki oft sem við fáum tækifæri til að keppa á móti Rússum. Liðunum var fækkað í A-deild. Rússland, Króatía, Grikkland, Pólland, Bosnía og Svartfjallaland féllu öll í B-deildina og B-deildin er því mjög sterk í ár,“ segir Finnur.Sjokk í fyrsta leik Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með sigrum á Rússum og Eistum. „Hvít-Rússaleikurinn var svolítið sjokk fyrir liðið og þá sérstaklega upp á varnarleikinn að gera. Við vorum betur undir það búnir á móti Rússunum. Við duttum betur í gírinn þegar leið á leikinn. Við fórum í þessa íslensku geðveiki sem við höfum alltaf talað um hjá A-landsliðinu. Það var bara að kýla á þetta og spila hratt og reyna með því að sprengja upp leikinn,“ segir Finnur. Í liði hans eru strákar sem voru í stórum hlutverkum hjá meistaraflokkum sínum undanfarin tímabil.Skemmtilega samsett lið „Þeir eru klárir í slaginn, eru ekkert hikandi eða smeykir. Þeir eru ákveðnir og hræðast ekki neitt. Það er munur að vera með stráka sem eru vanir að spila á móti fullorðnum karlmönnum þó að varnarleikurinn hérna sé svolítið öðruvísi en við erum vanir heima. Þetta er mjög skemmtilega samsett lið og strákar sem lofa góðu fyrir framtíðina,“ segir Finnur. Átta þeirra eru í æfingahóp A-landsliðsins og þar er Finnur aðstoðarþjálfari. Er þetta ekki bara ein stór áheyrnarprufa hjá þessum strákum? „Jú, að sjálfsögðu. Við ætlum síðan að sjá hvernig strákarnir koma inn í prógrammið heima þegar þeir koma til baka eftir mótið. Stóri hópurinn byrjar að æfa í vikunni en við komum heim á mánudaginn og strákarnir byrja að æfa fljótlega eftir það. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig þeir standa miðað við þessa karla heima eftir þetta mót,“ segir Finnur. A-landsliðið keppir í undankeppni EM í haust þar sem liðið reynir að komast á sitt annað Eurobasket-mót í röð.Geta tekið við keflinu Finnur segir að í 20 ára liðinu séu leikmenn sem geti náð langt. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að hér séu strákar sem eru klárir í það að taka við keflinu af eldri strákunum í A-landsliðinu. Þeir þurfa að hugsa um það að leggja hart að sér áfram. Þeir eru gríðarlega góðir og hafa staðið sig vel heima en þeir eiga enn þá mikið verk fyrir höndum ef þeir ætla að komast í fremstu röð. Það er núna bara í þeirra höndum hversu langt þeir vilja ná, hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig því hæfileikarnir eru klárlega til staðar,“ segir Finnur. Íslenska liðið fékk tveggja daga hvíld en mætir Póllandi í dag þar sem sigur tryggir liðinu sæti í átta liða úrslitum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira