Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 15:57 Páll Magnússon sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í gær. mynd/håkon broder lund Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34
Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31