Nóg komið af átaksverkefnum, nú þarf kerfisbreytingu Snærós Sindradóttir skrifar 30. september 2016 07:00 Okkur hættir til að horfa á ferðaþjónustuna sem lífræna atvinnugrein sem bara vex. Eins og hún sé andstæð við ósjálfbærar atvinnugreinar eins og stóriðju. En hana þarf að styðja.“ Þetta segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri ríkisins. Hún veitir forstöðu Ferðamálastofu sem sér um leyfisveitingar til ferðaþjónustufyrirtækja, rannsakar viðhorf almennings til ferðaþjónustunnar og ferðamanna til Íslands og reynir að láta allt ganga upp í samfélagi þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið umfram allar spár síðastliðin ár. Og öfugt við það sem margir halda fram virðist dæmið vera að ganga upp. „Samkvæmt könnunum sem við erum að gera er ánægjustuðullinn mjög hár. Bæði segir fólk að langstærstum hluta að ferðin hafi uppfyllt væntingar en jafnframt segjast margir vilja koma aftur. Nýjasta spurningin okkar, sem er notuð sem mælikvarði í mörgum öðrum löndum, er hvort ferðamaðurinn sé líklegur til að mæla með áfangastaðnum við aðra og þar er stuðullinn í kringum 80. Það er bara mjög hátt.“ Til samanburðar má nefna að Danmörk mælist með 70 stig og Nýja-Sjáland með 76 stig. Vetrarkönnun Ferðamálastofu sýnir svo ekki verður um villst að ferðamenn eru ánægðir. 95,9 prósent ferðamanna frá október í fyrra og fram í maí segja ferðina til Íslands hafa staðist væntingar. En eru Íslendingar ánægðir með aukinn ferðamannastraum til landsins? „Samkvæmt þeim könnunum sem bæði við og Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir þá er langstærstur hluti þeira sem svara jákvæður gagnvart ferðamönnum. Vissulega eru uppi raddir sem eru gagnrýnar og stundum á köflum neikvæðar og það eru raddir sem við verðum að hlusta á. En þegar við skoðum af hverju fólk hefur áhyggjur þá kemur í ljós að við erum gestrisin þjóð og áhyggjurnar snúa að aðgerðum stjórnvalda um hvernig á að byggja upp. Mér finnst þær áhyggjur sýna mikla umhyggju í garð okkar gesta.“Kerfisbreytinga þörf„Þegar þú ert með atvinnugrein sem vex svona ofboðslega hratt eins og ferðaþjónustan hefur gert þá muntu alltaf mæta áskorunum. Ferðaþjónustan tengist svo mörgu af því sem við teljum til almannagæða. Við erum enn með kerfi sem að mörgu leyti tekur ekki tillit til ferðaþjónustunnar. Heilsugæslan fer ekki varhluta af fjölgun ferðamanna. Öll öryggisgæsla, allt frá lögreglu og að hálendisvaktinni, er undir meira álagi. Það er ráðist í alls konar átaksverkefni en lögreglan á Suðurlandi er ekki farin að fá fjármuni til að setja inn í sína rekstraráætlun þá staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega. Þarna þarf bara að verða kerfisbreyting.“ Ólöf nefnir sem dæmi að áætlanir Vegagerðarinnar taki ekki mið af þörfum ferðamanna. „Það kom fram hjá starfsmanni Vegagerðarinnar á fundi um daginn að þjónusta þeirra sé byggð upp á því að það sé sótt mjólk og börnum komið í skólann. Hún byggir ekki á því að það sé heil atvinnugrein sem grundvallist á að hægt sé að keyra um vegi landsins. Kerfisbreytingar taka tíma því það þarf að breyta hugsunarhætti hjá fólki. Ég vænti þess að þegar nær dregur kosningum komi flokkarnir með mjög skýr svör um hvaða pláss þeir ætli þessari atvinnugrein í framtíðinni.“Þarf umræðu um gjaldtökuÁ síðustu tveimur kjörtímabilum hafa ýmsar áætlanir stjórnvalda um að afla meiri tekna í gegn um ferðaþjónustuna ekki skilað árangri. Gistináttagjaldið og náttúrupassinn féllu bæði flöt en Ólöf vill meina að fyrst þurfi að komast að niðurstöðu um hvað eðlilegt þyki að svo sértækt gjald eigi að fjármagna. „Þess ber að geta að ferðaþjónustan skilar gríðarlega miklu inn í samfélagið. Öll umræða um aðrar leiðir þarf að taka mið af því. Sérstakur gjaldstofn mun aldrei standa undir öllu því sem við gætum mögulega flokkað sem kostnað. Ef við viljum auka tekjur ríkisins er sjálfsagt að fara í gegn um skattkerfið með það. En ef við viljum fjármagna uppbyggingu almennt á ferðamannastöðum þá eru ýmsar leiðir til í því,“ segir Ólöf. Hún bendir á að ekki sé búið að ákveða hvort ríkið eigi aðeins að koma að uppbyggingu á ferðamannastöðum í opinberri eigu eða hvort ríkið taki þátt í að fjármagna ferðaþjónustu sem einkaaðilar geti svo nýtt til gróða. „Mér finnst umræðan einskorðast of mikið við það hvernig við „náum peningum“ af ferðamönnum. Það er verið að byrja á röngum stað. Eiga ferðamenn að fjármagna það að útrýma einbreiðum brúm á þjóðveginum? Við notum þær líka.“ Hún segir að hið opinbera þurfi einnig að vera ákveðnara í ákvarðanatöku. „Á sama tíma þarf líka að sýna meiri vilja og skilning á því að ferðaþjónustan er alvöru atvinnugrein og í hana þarf að verja alvöru fjármunum.“Brýnasta verkefnið„Við erum mjög verkfræðileg í þessari nálgun okkar á hugtakið uppbygging. Við sjáum alltaf fyrir okkur að það sé verið að byggja eitthvað. Það má samt ekki gleyma því að ferðaþjónustan er mannleg atvinnugrein. Það er ekkert sem mun tryggja öryggi ferðamanna betur en að þeim séu veittar góðar upplýsingar og ekkert sem tryggir náttúruvernd betur en að á staðnum sé manneskja sem getur frætt þig og passað að þú gerir ekki eitthvað sem á ekki að gera. Hamarinn og naglinn koma ekki í staðinn fyrir það,“ segir Ólöf. Hún spyr sig hvernig eigi að manna öll þau störf sem verða til í geiranum. Á komandi árum muni erlent vinnuafl þurfa að setjast hér að til að fullmanna öll störf tengd ferðaþjónustunni. Það sé fólksfjölgun sem verði að mæta með húsbyggingum, fjölgun plássa í leikskólum og grunnskólum og svo framvegis. Ekkert bendi til þess að ferðamönnum fari að fækka eða fólk vilji hætta að upplifa ævintýri. „Þessi fjölgun hefur verið gígantísk. Auðvitað eru ýmsar áskoranir og verkefni sem við þurfum að tala um. Ef við setjumst með hendur í skaut þá myndi fljótlega fara að syrta í álinn. Fjölgun ferðamanna hefur verið langt umfram væntingar og spár á undanförnum árum. Ég tel að á næstu misserum sé ekkert sem bendir til annars en að fjölgunin haldi áfram. Fjölgun sem væri á pari við fjölgun ferðamanna í Evrópu, sem er um fimm prósent, væri að mörgu leyti æskilegri því þá höfum við yfirsýn, ekki síst varðandi menntun fólks inn í greinina.“ Ferðamálastofa hefur tekið upp eftirlitskerfi sem heitir Vakinn og er gæðakerfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. 72 fyrirtæki hafa farið í gegnum ferlið og 80 eru að vinna í að uppfylla staðla verkefnisins. „Það er það sem skilur á milli feigs og ófeigs ef það skellur á ný heimskreppa. Að af ferðaþjónustunni fari gott orð. Það kemur í ljós að 40 prósent af okkar gestum segjast hafa ákveðið að koma til Íslands á grundvelli þess sem einhver vinur eða vandamaður sagði þeim um landið. Þeir segja að á eftir náttúrunni sé helsti styrkleiki íslenskrar ferðaþjónustu fólkið og samskipti við það. Fólkið er frábær auðlind.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira
Okkur hættir til að horfa á ferðaþjónustuna sem lífræna atvinnugrein sem bara vex. Eins og hún sé andstæð við ósjálfbærar atvinnugreinar eins og stóriðju. En hana þarf að styðja.“ Þetta segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri ríkisins. Hún veitir forstöðu Ferðamálastofu sem sér um leyfisveitingar til ferðaþjónustufyrirtækja, rannsakar viðhorf almennings til ferðaþjónustunnar og ferðamanna til Íslands og reynir að láta allt ganga upp í samfélagi þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið umfram allar spár síðastliðin ár. Og öfugt við það sem margir halda fram virðist dæmið vera að ganga upp. „Samkvæmt könnunum sem við erum að gera er ánægjustuðullinn mjög hár. Bæði segir fólk að langstærstum hluta að ferðin hafi uppfyllt væntingar en jafnframt segjast margir vilja koma aftur. Nýjasta spurningin okkar, sem er notuð sem mælikvarði í mörgum öðrum löndum, er hvort ferðamaðurinn sé líklegur til að mæla með áfangastaðnum við aðra og þar er stuðullinn í kringum 80. Það er bara mjög hátt.“ Til samanburðar má nefna að Danmörk mælist með 70 stig og Nýja-Sjáland með 76 stig. Vetrarkönnun Ferðamálastofu sýnir svo ekki verður um villst að ferðamenn eru ánægðir. 95,9 prósent ferðamanna frá október í fyrra og fram í maí segja ferðina til Íslands hafa staðist væntingar. En eru Íslendingar ánægðir með aukinn ferðamannastraum til landsins? „Samkvæmt þeim könnunum sem bæði við og Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir þá er langstærstur hluti þeira sem svara jákvæður gagnvart ferðamönnum. Vissulega eru uppi raddir sem eru gagnrýnar og stundum á köflum neikvæðar og það eru raddir sem við verðum að hlusta á. En þegar við skoðum af hverju fólk hefur áhyggjur þá kemur í ljós að við erum gestrisin þjóð og áhyggjurnar snúa að aðgerðum stjórnvalda um hvernig á að byggja upp. Mér finnst þær áhyggjur sýna mikla umhyggju í garð okkar gesta.“Kerfisbreytinga þörf„Þegar þú ert með atvinnugrein sem vex svona ofboðslega hratt eins og ferðaþjónustan hefur gert þá muntu alltaf mæta áskorunum. Ferðaþjónustan tengist svo mörgu af því sem við teljum til almannagæða. Við erum enn með kerfi sem að mörgu leyti tekur ekki tillit til ferðaþjónustunnar. Heilsugæslan fer ekki varhluta af fjölgun ferðamanna. Öll öryggisgæsla, allt frá lögreglu og að hálendisvaktinni, er undir meira álagi. Það er ráðist í alls konar átaksverkefni en lögreglan á Suðurlandi er ekki farin að fá fjármuni til að setja inn í sína rekstraráætlun þá staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega. Þarna þarf bara að verða kerfisbreyting.“ Ólöf nefnir sem dæmi að áætlanir Vegagerðarinnar taki ekki mið af þörfum ferðamanna. „Það kom fram hjá starfsmanni Vegagerðarinnar á fundi um daginn að þjónusta þeirra sé byggð upp á því að það sé sótt mjólk og börnum komið í skólann. Hún byggir ekki á því að það sé heil atvinnugrein sem grundvallist á að hægt sé að keyra um vegi landsins. Kerfisbreytingar taka tíma því það þarf að breyta hugsunarhætti hjá fólki. Ég vænti þess að þegar nær dregur kosningum komi flokkarnir með mjög skýr svör um hvaða pláss þeir ætli þessari atvinnugrein í framtíðinni.“Þarf umræðu um gjaldtökuÁ síðustu tveimur kjörtímabilum hafa ýmsar áætlanir stjórnvalda um að afla meiri tekna í gegn um ferðaþjónustuna ekki skilað árangri. Gistináttagjaldið og náttúrupassinn féllu bæði flöt en Ólöf vill meina að fyrst þurfi að komast að niðurstöðu um hvað eðlilegt þyki að svo sértækt gjald eigi að fjármagna. „Þess ber að geta að ferðaþjónustan skilar gríðarlega miklu inn í samfélagið. Öll umræða um aðrar leiðir þarf að taka mið af því. Sérstakur gjaldstofn mun aldrei standa undir öllu því sem við gætum mögulega flokkað sem kostnað. Ef við viljum auka tekjur ríkisins er sjálfsagt að fara í gegn um skattkerfið með það. En ef við viljum fjármagna uppbyggingu almennt á ferðamannastöðum þá eru ýmsar leiðir til í því,“ segir Ólöf. Hún bendir á að ekki sé búið að ákveða hvort ríkið eigi aðeins að koma að uppbyggingu á ferðamannastöðum í opinberri eigu eða hvort ríkið taki þátt í að fjármagna ferðaþjónustu sem einkaaðilar geti svo nýtt til gróða. „Mér finnst umræðan einskorðast of mikið við það hvernig við „náum peningum“ af ferðamönnum. Það er verið að byrja á röngum stað. Eiga ferðamenn að fjármagna það að útrýma einbreiðum brúm á þjóðveginum? Við notum þær líka.“ Hún segir að hið opinbera þurfi einnig að vera ákveðnara í ákvarðanatöku. „Á sama tíma þarf líka að sýna meiri vilja og skilning á því að ferðaþjónustan er alvöru atvinnugrein og í hana þarf að verja alvöru fjármunum.“Brýnasta verkefnið„Við erum mjög verkfræðileg í þessari nálgun okkar á hugtakið uppbygging. Við sjáum alltaf fyrir okkur að það sé verið að byggja eitthvað. Það má samt ekki gleyma því að ferðaþjónustan er mannleg atvinnugrein. Það er ekkert sem mun tryggja öryggi ferðamanna betur en að þeim séu veittar góðar upplýsingar og ekkert sem tryggir náttúruvernd betur en að á staðnum sé manneskja sem getur frætt þig og passað að þú gerir ekki eitthvað sem á ekki að gera. Hamarinn og naglinn koma ekki í staðinn fyrir það,“ segir Ólöf. Hún spyr sig hvernig eigi að manna öll þau störf sem verða til í geiranum. Á komandi árum muni erlent vinnuafl þurfa að setjast hér að til að fullmanna öll störf tengd ferðaþjónustunni. Það sé fólksfjölgun sem verði að mæta með húsbyggingum, fjölgun plássa í leikskólum og grunnskólum og svo framvegis. Ekkert bendi til þess að ferðamönnum fari að fækka eða fólk vilji hætta að upplifa ævintýri. „Þessi fjölgun hefur verið gígantísk. Auðvitað eru ýmsar áskoranir og verkefni sem við þurfum að tala um. Ef við setjumst með hendur í skaut þá myndi fljótlega fara að syrta í álinn. Fjölgun ferðamanna hefur verið langt umfram væntingar og spár á undanförnum árum. Ég tel að á næstu misserum sé ekkert sem bendir til annars en að fjölgunin haldi áfram. Fjölgun sem væri á pari við fjölgun ferðamanna í Evrópu, sem er um fimm prósent, væri að mörgu leyti æskilegri því þá höfum við yfirsýn, ekki síst varðandi menntun fólks inn í greinina.“ Ferðamálastofa hefur tekið upp eftirlitskerfi sem heitir Vakinn og er gæðakerfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. 72 fyrirtæki hafa farið í gegnum ferlið og 80 eru að vinna í að uppfylla staðla verkefnisins. „Það er það sem skilur á milli feigs og ófeigs ef það skellur á ný heimskreppa. Að af ferðaþjónustunni fari gott orð. Það kemur í ljós að 40 prósent af okkar gestum segjast hafa ákveðið að koma til Íslands á grundvelli þess sem einhver vinur eða vandamaður sagði þeim um landið. Þeir segja að á eftir náttúrunni sé helsti styrkleiki íslenskrar ferðaþjónustu fólkið og samskipti við það. Fólkið er frábær auðlind.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira