Stelpurnar tóku gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2016 18:45 Íslensku Evrópumeistararnir. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu. Fimleikar Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira
Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu.
Fimleikar Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik