Glódís á EM í fjórða sinn: Getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2016 16:30 Glódís er reynsluboltinn í íslenska hópnum. vísir/anton Glódís Guðgeirsdóttir er mætt á sitt fjórða Evrópumót í hópfimleikum en hún er reyndust í íslenska hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. Glódís var í liði Gerplu sem vann gullið á EM 2010 og 2012 og svo í silfurliði Íslands á heimavelli fyrir tveimur árum. Hún segir að undirbúningur og annað slíkt hafi breyst eftir að Ísland fór að senda sameiginlegt lið til keppni. „Árin 2010 og 2012 voru þetta bara Gerplulið en núna eru þetta stelpur úr Stjörnunni, Gerplu og ein frá Selfossi. Það var líka þannig 2014. Núna eru landsliðsæfingar þar sem öll liðin þurfa að hittast en 2010 og 2012 voru þetta bara venjulegar félagsæfingar,“ sagði Glódís í samtali við blaðamann Vísis í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu þar sem EM fer fram.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum.vísir/antonMætast á miðri leið „Núna erum við að flakka á milli sala og maður fær aðrar áherslur, t.d. frá Stjörnuþjálfurum. Við hittumst á miðri leið. Gerpla keppir svona, Stjarnan keppir svona og við þurfum einhvern veginn að blanda þessu saman þannig að allir verði sáttir.“ Stelpurnar úr Gerplu og Stjörnunni eru samherjar í landsliðinu en mótherjar þegar þær keppa á innlendum vettvangi. Glódís segir að verði stundum svolítið skrítið. „Það getur verið mjög furðulegt og erfitt því við erum góðar vinkonur. Svo þegar íslenska tímabilið byrjar á næsta ári þurfum við að keppa á móti hvorri annarri. En maður pælir ekkert í því, ég vil alltaf bara pæla í mínu liði,“ sagði Glódís en öfugt við flestar hópíþróttir geta keppendur í hópfimleikum ekki haft bein áhrif á frammistöðu mótherjans. „Það getur enginn breytt því hvernig við keppum. Þetta er ekki eins og í fótbolta þar sem lið rýna í leik andstæðingsins. Við mætum bara og gerum eins og við ætlum að gera. Við getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn nema að sparka í hann, sem mun aldrei gerast,“ sagði Glódís hlæjandi.Glódís er á góðum batavegi eftir ökklameiðsli.vísir/antonÖkklinn heldur vonandi Þótt enginn hafi sparkað í hana glímdi Glódís við meiðsli í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. „Ég meiddist tveimur vikum fyrir mót, hvíldi alveg fram að móti og fann svo ekki fyrir því,“ sagði Glódís sem hefur einnig verið að berjast við ökklameiðsli að undanförnu. Hún segist þó öll vera að koma til. „Það hefur gengið ágætlega en það er samt ekkert langt síðan ég byrjaði að stökkva aftur á bak sem er mín sterka umferð. En ökklinn er góður núna og vonandi heldur hann út þetta mót,“ sagði Glódís.Ísland lenti í 2. sæti á EM á heimavelli árið 2014.vísir/andri marinóSterkari en fyrir tveimur árum Eins og áður sagði lenti Ísland í 2. sæti í kvennaflokki á heimavelli fyrir tveimur árum en Svíar urðu hlutskarpastir. En voru það vonbrigði að ná ekki að vinna þriðja gullið í röð? „Við ætluðum að vinna en þetta mót var frábært og við gerðum það sem við gátum. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið vonbrigði. Andstæðingurinn var bara betri og það er ekkert við því að gera,“ sagði Glódís. Henni finnst liðið í ár vera sterkara en 2014. „Ég vil meina að við séum sterkari. Við erum búnar að keyra erfiðleikann upp, dansinn er orðinn erfiðari og gildir hærra. Við erum sömuleiðis að hækka erfiðleikastigið í stökkunum og þetta verður vonandi hreinna og betra,“ sagði Glódís að lokum. Fimleikar Tengdar fréttir Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20 Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26 Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sjá meira
Glódís Guðgeirsdóttir er mætt á sitt fjórða Evrópumót í hópfimleikum en hún er reyndust í íslenska hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. Glódís var í liði Gerplu sem vann gullið á EM 2010 og 2012 og svo í silfurliði Íslands á heimavelli fyrir tveimur árum. Hún segir að undirbúningur og annað slíkt hafi breyst eftir að Ísland fór að senda sameiginlegt lið til keppni. „Árin 2010 og 2012 voru þetta bara Gerplulið en núna eru þetta stelpur úr Stjörnunni, Gerplu og ein frá Selfossi. Það var líka þannig 2014. Núna eru landsliðsæfingar þar sem öll liðin þurfa að hittast en 2010 og 2012 voru þetta bara venjulegar félagsæfingar,“ sagði Glódís í samtali við blaðamann Vísis í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu þar sem EM fer fram.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum.vísir/antonMætast á miðri leið „Núna erum við að flakka á milli sala og maður fær aðrar áherslur, t.d. frá Stjörnuþjálfurum. Við hittumst á miðri leið. Gerpla keppir svona, Stjarnan keppir svona og við þurfum einhvern veginn að blanda þessu saman þannig að allir verði sáttir.“ Stelpurnar úr Gerplu og Stjörnunni eru samherjar í landsliðinu en mótherjar þegar þær keppa á innlendum vettvangi. Glódís segir að verði stundum svolítið skrítið. „Það getur verið mjög furðulegt og erfitt því við erum góðar vinkonur. Svo þegar íslenska tímabilið byrjar á næsta ári þurfum við að keppa á móti hvorri annarri. En maður pælir ekkert í því, ég vil alltaf bara pæla í mínu liði,“ sagði Glódís en öfugt við flestar hópíþróttir geta keppendur í hópfimleikum ekki haft bein áhrif á frammistöðu mótherjans. „Það getur enginn breytt því hvernig við keppum. Þetta er ekki eins og í fótbolta þar sem lið rýna í leik andstæðingsins. Við mætum bara og gerum eins og við ætlum að gera. Við getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn nema að sparka í hann, sem mun aldrei gerast,“ sagði Glódís hlæjandi.Glódís er á góðum batavegi eftir ökklameiðsli.vísir/antonÖkklinn heldur vonandi Þótt enginn hafi sparkað í hana glímdi Glódís við meiðsli í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. „Ég meiddist tveimur vikum fyrir mót, hvíldi alveg fram að móti og fann svo ekki fyrir því,“ sagði Glódís sem hefur einnig verið að berjast við ökklameiðsli að undanförnu. Hún segist þó öll vera að koma til. „Það hefur gengið ágætlega en það er samt ekkert langt síðan ég byrjaði að stökkva aftur á bak sem er mín sterka umferð. En ökklinn er góður núna og vonandi heldur hann út þetta mót,“ sagði Glódís.Ísland lenti í 2. sæti á EM á heimavelli árið 2014.vísir/andri marinóSterkari en fyrir tveimur árum Eins og áður sagði lenti Ísland í 2. sæti í kvennaflokki á heimavelli fyrir tveimur árum en Svíar urðu hlutskarpastir. En voru það vonbrigði að ná ekki að vinna þriðja gullið í röð? „Við ætluðum að vinna en þetta mót var frábært og við gerðum það sem við gátum. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið vonbrigði. Andstæðingurinn var bara betri og það er ekkert við því að gera,“ sagði Glódís. Henni finnst liðið í ár vera sterkara en 2014. „Ég vil meina að við séum sterkari. Við erum búnar að keyra erfiðleikann upp, dansinn er orðinn erfiðari og gildir hærra. Við erum sömuleiðis að hækka erfiðleikastigið í stökkunum og þetta verður vonandi hreinna og betra,“ sagði Glódís að lokum.
Fimleikar Tengdar fréttir Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20 Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26 Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sjá meira
Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20
Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26