Kvikmyndin Guðleysi fékk aðal verðlaunin á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2016 12:30 Frá lokahóf RIFF. Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu á laugardagskvöldið. Þá var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar. Myndin Guðleysi / Bezbog / Godless (BUL/DEN/FRA) í leikstjórn Ralitza Petrova hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Myndin var hluti af keppnisflokknum Vitranir / New Visions þar sem ellefu myndir kepptu um verðlaunin. Flokkinn skipuðu ellefu myndir sem eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Að auki hlaut myndin Risinn / Jätten / The Giant (SWE/DEN) í leikstjórn Johannes Nyholm úr flokknum Vitranir / New Visions sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin Eyjarnar og hvalirnir / The Islands and the Whales (FRO/SCO) í leikstjórn Mike Day var sigurmynd flokksins Önnur Framtíð / A Different Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifamiklar heimildamyndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttinda- og umhverfismál. Myndin Ungar / Cubs (ICE/USA) í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin. Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Heima / Home (UK/KOS) í leikstjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau. Myndin Herra Gaga / Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leikstjórn Tomer Heyman hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og kemur hún úr heimildamyndaflokki hátíðarinnar. Kosið var um áhorfendaverðlaunin á vefsíðunni Mbl.is og kepptu þar myndir úr heimildamyndaflokki og Fyrir opnu hafi / Open Seas flokki hátíðarinnar. Loks hlaut myndin Hertoginn / The Duke (USA) í leikstjórn Max Barbakow Gullna eggið, viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjóra. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu á laugardagskvöldið. Þá var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar. Myndin Guðleysi / Bezbog / Godless (BUL/DEN/FRA) í leikstjórn Ralitza Petrova hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Myndin var hluti af keppnisflokknum Vitranir / New Visions þar sem ellefu myndir kepptu um verðlaunin. Flokkinn skipuðu ellefu myndir sem eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Að auki hlaut myndin Risinn / Jätten / The Giant (SWE/DEN) í leikstjórn Johannes Nyholm úr flokknum Vitranir / New Visions sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin Eyjarnar og hvalirnir / The Islands and the Whales (FRO/SCO) í leikstjórn Mike Day var sigurmynd flokksins Önnur Framtíð / A Different Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifamiklar heimildamyndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttinda- og umhverfismál. Myndin Ungar / Cubs (ICE/USA) í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin. Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Heima / Home (UK/KOS) í leikstjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau. Myndin Herra Gaga / Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leikstjórn Tomer Heyman hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og kemur hún úr heimildamyndaflokki hátíðarinnar. Kosið var um áhorfendaverðlaunin á vefsíðunni Mbl.is og kepptu þar myndir úr heimildamyndaflokki og Fyrir opnu hafi / Open Seas flokki hátíðarinnar. Loks hlaut myndin Hertoginn / The Duke (USA) í leikstjórn Max Barbakow Gullna eggið, viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjóra.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira