Strembið en gaman 25. október 2016 15:30 Þau Fanney Edda Felixdóttir og Sindri Snær Konráðsson fara með aðalhlutverkin í Litlu hryllingsbúðinni sem var frumsýnd síðasta föstudag á Akureyri. MYND/AUÐUNN NÍELSSON KYNNING: Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) frumsýndi söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu á Akureyri síðasta föstudagskvöld við mikil fagnaðarlæti sýningargesta. Söngleikurinn er með vinsælli og þekktari söngleikjum sögunnar og hefur margoft verið settur upp hér á landi af atvinnuleikhúsum og leikfélögum framhaldsskóla við miklar vinsældir. Mikið hefur mætt á leikurum og aðstandendum sýningarinnar undanfarnar vikur enda í nógu að snúast fyrir svo viðamikla uppfærslu. Aðalhlutverk sýningarinnar eru í höndum þeirra Fanneyjar Eddu Felixdóttur og Sindra Snæs Konráðssonar en þau fara með hlutverk Auðar og Baldurs. Þau segja undanfarnar vikur hafa einkennst bæði af spennu og mikilli vinnu en bæði hafa þau brennandi áhuga á leiklist. „Ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér og leiklistin fylgdi í kjölfarið,“ segir Sindri. „Síðan 2012 hef ég leikið í um tíu leiksýningum, leikstýrt einni og sungið mikið á Akureyri og í nágrenni. Ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessu verki er einfaldlega sú að þetta er einn af mínum uppáhaldssöngleikjum.“Hugað að leikmyndinni.Skemmtilegur tímiLitla hryllingsbúðin er annað verkið sem Fanney tekur þátt í. „Á síðustu önn tók ég þátt í leikritinu Bjart með köflum sem VMA setti upp. Ég ákvað að fara í áheyrnarprufu fyrir Litlu hryllingsbúðina því mig dreymir um að verða leikkona þegar ég verð eldri. Þannig að ég reyni að grípa öll tækifæri sem mér bjóðast og tengjast leiklist.“ Þau eru sammála um að æfingaferlið hafi verið afar strembið en um leið mjög skemmtilegt. Auk þess hafi öll samvinna milli leikara og leikstjórans verið mjög góð. „Það sem kom mér helst á óvart var hvað hópurinn náði strax vel saman og allir urðu mjög góðir vinir,“ segir Sindri. Fanney segir að þrátt fyrir krefjandi og erfitt æfingaferli hafi hún aldrei skemmt sér eins vel. „Þetta er æðislegur hópur og það er svo gaman að æfa og sjá sýninguna vaxa og dafna, alveg frá fyrsta samlestri og þar til verkið var frumsýnt á föstudaginn. Sjálf er ég líka búin að læra heilmikið, bæði um sjálfa mig og um leiklist. Það sem kom mér helst á óvart var einfaldlega ég sjálf. Ég bjóst alls ekki við að fá hlutverk, sérstaklega ekki sönghlutverk, því ég hef aldrei sungið opinberlega áður. Í æfingaferlinu er ég búin að læra svo margt og gera svo marga hluti sem ég bjóst aldrei við að ég gæti.“Lögin í sýningunni voru æfð vel.Miklar væntingarÞótt verkið sé heimsþekkt reynir hópurinn að setja sitt mark á sýninguna að sögn Sindra. „Við reynum að fylgja verkinu í bland við nýjungar. Við unnum karakterana mikið út frá okkur sjálfum og lýsingum úr handritinu. Leikmyndin er öll okkar en við höldum gömlu góðu lögunum.“ Fanney bendir á að í öllum uppsetningum á verkinu hefur Auður verið ljóskutýpan og tannlæknirinn verið svarthærður. „Í uppsetningu okkar er ég lituð dökkhærð og tannlæknirinn er ljóshærður. En þetta er bara brot af því sem greinir okkur frá öðrum uppsetningum, við reynum að gera sýninguna algjörlega að okkar eigin.“ Sýningin er sú stærsta sem VMA hefur tekið þátt í og væntingarnar því miklar. „Fyrirfram voru væntingarnar í botni fyrir frumsýninguna. Við vonum sannarlega að fólk á Akureyri og í nágrenni komi til með að mæta á næstu sýningar. Það skiptir miklu máli að þetta heppnist sem best því það opnar fleiri möguleika fyrir leiksýningar og bara almennt félagslíf skólans í framtíðinni.“ Næstu sýningar verða föstudaginn 28. október og tvær sýningar verða laugardaginn 29. október.Nánari upplýsingar má finna á Facebook, bæði á síðu nemendafélags VMA (Þórduna) og á Litla hryllingsbúðin. Miðar eru seldir á mak.is og tix.is. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
KYNNING: Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) frumsýndi söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu á Akureyri síðasta föstudagskvöld við mikil fagnaðarlæti sýningargesta. Söngleikurinn er með vinsælli og þekktari söngleikjum sögunnar og hefur margoft verið settur upp hér á landi af atvinnuleikhúsum og leikfélögum framhaldsskóla við miklar vinsældir. Mikið hefur mætt á leikurum og aðstandendum sýningarinnar undanfarnar vikur enda í nógu að snúast fyrir svo viðamikla uppfærslu. Aðalhlutverk sýningarinnar eru í höndum þeirra Fanneyjar Eddu Felixdóttur og Sindra Snæs Konráðssonar en þau fara með hlutverk Auðar og Baldurs. Þau segja undanfarnar vikur hafa einkennst bæði af spennu og mikilli vinnu en bæði hafa þau brennandi áhuga á leiklist. „Ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér og leiklistin fylgdi í kjölfarið,“ segir Sindri. „Síðan 2012 hef ég leikið í um tíu leiksýningum, leikstýrt einni og sungið mikið á Akureyri og í nágrenni. Ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessu verki er einfaldlega sú að þetta er einn af mínum uppáhaldssöngleikjum.“Hugað að leikmyndinni.Skemmtilegur tímiLitla hryllingsbúðin er annað verkið sem Fanney tekur þátt í. „Á síðustu önn tók ég þátt í leikritinu Bjart með köflum sem VMA setti upp. Ég ákvað að fara í áheyrnarprufu fyrir Litlu hryllingsbúðina því mig dreymir um að verða leikkona þegar ég verð eldri. Þannig að ég reyni að grípa öll tækifæri sem mér bjóðast og tengjast leiklist.“ Þau eru sammála um að æfingaferlið hafi verið afar strembið en um leið mjög skemmtilegt. Auk þess hafi öll samvinna milli leikara og leikstjórans verið mjög góð. „Það sem kom mér helst á óvart var hvað hópurinn náði strax vel saman og allir urðu mjög góðir vinir,“ segir Sindri. Fanney segir að þrátt fyrir krefjandi og erfitt æfingaferli hafi hún aldrei skemmt sér eins vel. „Þetta er æðislegur hópur og það er svo gaman að æfa og sjá sýninguna vaxa og dafna, alveg frá fyrsta samlestri og þar til verkið var frumsýnt á föstudaginn. Sjálf er ég líka búin að læra heilmikið, bæði um sjálfa mig og um leiklist. Það sem kom mér helst á óvart var einfaldlega ég sjálf. Ég bjóst alls ekki við að fá hlutverk, sérstaklega ekki sönghlutverk, því ég hef aldrei sungið opinberlega áður. Í æfingaferlinu er ég búin að læra svo margt og gera svo marga hluti sem ég bjóst aldrei við að ég gæti.“Lögin í sýningunni voru æfð vel.Miklar væntingarÞótt verkið sé heimsþekkt reynir hópurinn að setja sitt mark á sýninguna að sögn Sindra. „Við reynum að fylgja verkinu í bland við nýjungar. Við unnum karakterana mikið út frá okkur sjálfum og lýsingum úr handritinu. Leikmyndin er öll okkar en við höldum gömlu góðu lögunum.“ Fanney bendir á að í öllum uppsetningum á verkinu hefur Auður verið ljóskutýpan og tannlæknirinn verið svarthærður. „Í uppsetningu okkar er ég lituð dökkhærð og tannlæknirinn er ljóshærður. En þetta er bara brot af því sem greinir okkur frá öðrum uppsetningum, við reynum að gera sýninguna algjörlega að okkar eigin.“ Sýningin er sú stærsta sem VMA hefur tekið þátt í og væntingarnar því miklar. „Fyrirfram voru væntingarnar í botni fyrir frumsýninguna. Við vonum sannarlega að fólk á Akureyri og í nágrenni komi til með að mæta á næstu sýningar. Það skiptir miklu máli að þetta heppnist sem best því það opnar fleiri möguleika fyrir leiksýningar og bara almennt félagslíf skólans í framtíðinni.“ Næstu sýningar verða föstudaginn 28. október og tvær sýningar verða laugardaginn 29. október.Nánari upplýsingar má finna á Facebook, bæði á síðu nemendafélags VMA (Þórduna) og á Litla hryllingsbúðin. Miðar eru seldir á mak.is og tix.is.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira