Búvörusamningur Bjarna Pawel Bartoszek og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2016 07:00 Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Pawel Bartoszek Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar