Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:00 Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Innlent Fleiri fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Sjá meira
Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Innlent Fleiri fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Sjá meira
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16