Formaður Sjómannasambands Íslands telur verkfall líklegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2016 18:30 Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Sjá meira