Formaður Sjómannasambands Íslands telur verkfall líklegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2016 18:30 Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Fleiri fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Fleiri fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Sjá meira