Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 12:05 Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Innlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Innlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Sjá meira
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19