Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 12:05 Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Fleiri fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Fleiri fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Sjá meira
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19