Katrín fundar með fjórum flokksleiðtogum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2016 09:20 Katrín Jakobsdóttir fundar með leiðtogum fjögurra flokka dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með leiðtogum fjögurra flokka á Alþingi klukkan 13 í dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta verður fyrsti sameiginlegi fundur flokkanna um myndun stjórnar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunar síðast liðinn miðvikudag. En Katrín fundaði með leiðtogum flokkanna hverjum fyrir sig á fimmtudag og var í símasambandi við þá í gær og fundaði einnig með þingflokki sínum. Reiknað er með að leiðtogarnir taki með sér einn annan fulltrúa hver um sig á fundinn. Katrín mun gera forseta Íslands grein fyrir stöðunni í viðræðunum á mánudag eða þriðjudag. En þegar hann veitti henni umboðið sagði hann að Katrín yrði að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. Bæði forsetinn og Katrín sögðu á Bessastöðum á miðvikudag að Alþingi þyrfti að fara að koma saman, enda rétt rúmar fimm vikur til áramóta og fjárlög óafgreidd. Alþingi getur komið saman þótt ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. En samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem hefur mesta þingreynslu fyrstu fundum Alþingis og í þetta skipti verður það Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Búist er við að fundurinn í dag taki um tvær klukkustundir og að honum loknum ætlar Katrín að ræða við þingflokk sinn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Innlent Fleiri fréttir Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með leiðtogum fjögurra flokka á Alþingi klukkan 13 í dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta verður fyrsti sameiginlegi fundur flokkanna um myndun stjórnar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunar síðast liðinn miðvikudag. En Katrín fundaði með leiðtogum flokkanna hverjum fyrir sig á fimmtudag og var í símasambandi við þá í gær og fundaði einnig með þingflokki sínum. Reiknað er með að leiðtogarnir taki með sér einn annan fulltrúa hver um sig á fundinn. Katrín mun gera forseta Íslands grein fyrir stöðunni í viðræðunum á mánudag eða þriðjudag. En þegar hann veitti henni umboðið sagði hann að Katrín yrði að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. Bæði forsetinn og Katrín sögðu á Bessastöðum á miðvikudag að Alþingi þyrfti að fara að koma saman, enda rétt rúmar fimm vikur til áramóta og fjárlög óafgreidd. Alþingi getur komið saman þótt ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. En samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem hefur mesta þingreynslu fyrstu fundum Alþingis og í þetta skipti verður það Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Búist er við að fundurinn í dag taki um tvær klukkustundir og að honum loknum ætlar Katrín að ræða við þingflokk sinn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Innlent Fleiri fréttir Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00