Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 13:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta tilkynnti Guðni á Bessastöðum rétt í þessu eftir fund þeirra Katrínar þar. Forsetinn greindi frá því að eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði komið á fund hans í gær þá ræddi hann við Katrínu og fór þess á leit við hana að hún myndi leiða viðræður um stjórnarmyndun. Varð Katrín við því en eftir að Guðni hafði rætt við hana ræddi hann við formenn annarra flokka og sagði þeim að hann hefði beðið Katrínu um að taka við umboðinu. Guðni sagði að á fundi þeirra í dag hefði hann rætt það við Katrínu að þó að ekki ætti að ana að neinu þá þyrfti að hafa hraðar hendur. Sagði forseti að Katrín hefði sýnt því sjónarmiði hans fullan skilning. Aðspurður sagði Guðni að þau Katrín hefðu ekki beinlínis rætt um hversu marga daga hún fengi til að spreyta sig á myndun ríkisstjórnar. „Við töluðum um það að um helgina, í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og svo fylgist ég auðvitað með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson en Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, stendur vaktina fyrir fréttastofu á Bessastöðum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta tilkynnti Guðni á Bessastöðum rétt í þessu eftir fund þeirra Katrínar þar. Forsetinn greindi frá því að eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði komið á fund hans í gær þá ræddi hann við Katrínu og fór þess á leit við hana að hún myndi leiða viðræður um stjórnarmyndun. Varð Katrín við því en eftir að Guðni hafði rætt við hana ræddi hann við formenn annarra flokka og sagði þeim að hann hefði beðið Katrínu um að taka við umboðinu. Guðni sagði að á fundi þeirra í dag hefði hann rætt það við Katrínu að þó að ekki ætti að ana að neinu þá þyrfti að hafa hraðar hendur. Sagði forseti að Katrín hefði sýnt því sjónarmiði hans fullan skilning. Aðspurður sagði Guðni að þau Katrín hefðu ekki beinlínis rætt um hversu marga daga hún fengi til að spreyta sig á myndun ríkisstjórnar. „Við töluðum um það að um helgina, í síðasta lagi á mánudag, þriðjudag myndi Katrín hitta mig aftur að máli og svo fylgist ég auðvitað með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson en Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, stendur vaktina fyrir fréttastofu á Bessastöðum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
„Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02