Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 11:59 Óttarr og Benedikt. Vísir/'Anton Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Innlent Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Erlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Erlent Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Innlent Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Erlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Erlent Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Sjá meira
„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00