Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum Una Sighvatsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Tuttugu fulltrúar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra auk Viðreisnar hófu formlegar stjórnmyndunarumræður á nefndarsviði Alþingis á hádegi í dag, undir verkstjórn Vinstri grænna sem fara með umboðið. Þeirra bíður ærið verkefni við að stilla saman strengi um nýja ríkisstjórn, en tíminn er naumur. Til að ganga úr skugga um að forsendur séu til samstarfs voru skipaðir fjórir málefnahópar með einum fulltrúa frá hverjum hópi sem funduðu hver í sínu lagi í dag. Málefnasviðin eru breið, því einn hópur fjallar um atvinnu- og umhverfismál, annar um velferðar- og menntamál, sá þriðji um stjórnarskrá og alþjóðamál og fjórði hópurinn er með efnahags- og ríkisfjármál á sinni könnu.Steingrímur J. Sigfússon er fulltrúi VG í einum af fjórum málefnahópum stjórnarmyndunarviðræðnanna, þar sem farið er yfir efnahags- og ríkisfjármálVísir.is/AntonVeigamikið að ná samhljómi um efnahagsmál Fundarstjóri þess hóps er Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, en hann segir alla í hópnum koma jafna að borðinu. „Við erum búin að undirbúa þetta eins vel og við getum og ætlum að hjóla af stað, en við ætlum ekki að rasa um ráð fram. Við gefum okkur þann tíma sem við þurfum til að fara rækilega í gegnum þessi mikilvægu mál. Við erum náttúrulega með ríkisfjármál, efnahagsmál. Það er mjög veikamikill hluti af þessu að sjá hvernig flokkunum gengur á því sviði."Fjárlagafrumvarp 2017 svo gott sem tilbúið Og ríkisfjármálin verða væntanlega fyrsta stóra verkefnið á nýju kjörtímabili því samkvæmt þingsköpum ber að leggja fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi að hausti og þarf það að gerast hið fyrsta svo unnt sé að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Í fjármálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unið að því að útbúa frumvarp fjárlaga ársins 2017 með þeim hætti að ný ríkisstjórn geti tekið við því og sett sitt mark á það áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Enn er hinsvegar óvíst hvort Alþingi kemur saman áður en ný ríkissstjórn tekur við, en svo gæti farið ef það dregst á langinn að ný ríkisstjórn verði mynduð. Nú í lok dags í dag var Katrín Jakobsdóttir hinsvegar enn bjartsýn á að viðræðurnar tækjust.Fótar sig í nýjum aðstæðum „Það er verið að reyna að forgangsraða hver eru mikilvægustu verkefnin á hverju sviði, hvar við erum í samhljómi ef svo má að orði komast, hvar eru ágreiningsmál sem þarf að leysa úr og við formenn ætlum að funda í fyrramálið og fara yfir afrakstur dagsins í dag. Síðan heldur þessi vinna áfram." Þetta eru auðvitað óvenjulegar stjórnarmyndunarviðræður, með fimm flokkum, og þið veljið að fara þessa leið með málefnahópana. Heldurðu að hún muni gefast vel? „Nú er ég að gera þetta í fyrsta sinn þannig að ég get ekki sagt til um það né heldur veit ég hver árangurinn verður. Auðvitað erum við að fóta okkur í þessu ferli, en markmiðið er að minnsta kosti að gera þetta sé eins vel gert og við getum," segir Katrín.Helgi Hrafn Gunnarsson er lykilmaður hjá Pírötum þótt hann sitji ekki á þingi. Ekki er útséð um að hann taki ráðherrastól verði Píratar í ríkisstjórn.Píratar geta samþykkt að þingmenn annarra flokka verði ráðherrar Þegar fimm flokkar koma saman um að mynda ríkisstjórn er sýnt að ekki geta allir fengið sínu fram að öllu leyti. Eitt af þeim málum sem ljóst er að gera þarf málamiðlun um er sú stefna Pírata, sem samþykkt var með ályktun í febrúar á þessu ári, að Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn. Í grasrót flokksins er nú deilt um það hvort þessi krafa sé ófrávíkjanleg, eða ekki. Helgi Hrafn Gunnarsson, sem er einn lykilmanna í flokki Pírata þótt hann sitji ekki á þingi, sagðist í samtali við fréttastofu telja að Píratar muni geta gefið afslátt af þessari kröfu gagnvart öðrum flokkum, og verður tillaga þess efnis formlega lögð fyrir grasrótina síðar í þessari viku. Helgi Hrafn segist þó sjálfur telja það sjálfsagða kröfu að ráðherrar séu ekki einnig þingmenn. Sjálfur bauð hann sig ekki fram til þings í kosningunum en er virkur í starfi flokksins bak við tjöldin. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þó ekki vita það frekar en aðrir hvort hann fái sjálfur ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Kosningar 2016 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Sjá meira
Tuttugu fulltrúar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra auk Viðreisnar hófu formlegar stjórnmyndunarumræður á nefndarsviði Alþingis á hádegi í dag, undir verkstjórn Vinstri grænna sem fara með umboðið. Þeirra bíður ærið verkefni við að stilla saman strengi um nýja ríkisstjórn, en tíminn er naumur. Til að ganga úr skugga um að forsendur séu til samstarfs voru skipaðir fjórir málefnahópar með einum fulltrúa frá hverjum hópi sem funduðu hver í sínu lagi í dag. Málefnasviðin eru breið, því einn hópur fjallar um atvinnu- og umhverfismál, annar um velferðar- og menntamál, sá þriðji um stjórnarskrá og alþjóðamál og fjórði hópurinn er með efnahags- og ríkisfjármál á sinni könnu.Steingrímur J. Sigfússon er fulltrúi VG í einum af fjórum málefnahópum stjórnarmyndunarviðræðnanna, þar sem farið er yfir efnahags- og ríkisfjármálVísir.is/AntonVeigamikið að ná samhljómi um efnahagsmál Fundarstjóri þess hóps er Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, en hann segir alla í hópnum koma jafna að borðinu. „Við erum búin að undirbúa þetta eins vel og við getum og ætlum að hjóla af stað, en við ætlum ekki að rasa um ráð fram. Við gefum okkur þann tíma sem við þurfum til að fara rækilega í gegnum þessi mikilvægu mál. Við erum náttúrulega með ríkisfjármál, efnahagsmál. Það er mjög veikamikill hluti af þessu að sjá hvernig flokkunum gengur á því sviði."Fjárlagafrumvarp 2017 svo gott sem tilbúið Og ríkisfjármálin verða væntanlega fyrsta stóra verkefnið á nýju kjörtímabili því samkvæmt þingsköpum ber að leggja fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi að hausti og þarf það að gerast hið fyrsta svo unnt sé að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Í fjármálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unið að því að útbúa frumvarp fjárlaga ársins 2017 með þeim hætti að ný ríkisstjórn geti tekið við því og sett sitt mark á það áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Enn er hinsvegar óvíst hvort Alþingi kemur saman áður en ný ríkissstjórn tekur við, en svo gæti farið ef það dregst á langinn að ný ríkisstjórn verði mynduð. Nú í lok dags í dag var Katrín Jakobsdóttir hinsvegar enn bjartsýn á að viðræðurnar tækjust.Fótar sig í nýjum aðstæðum „Það er verið að reyna að forgangsraða hver eru mikilvægustu verkefnin á hverju sviði, hvar við erum í samhljómi ef svo má að orði komast, hvar eru ágreiningsmál sem þarf að leysa úr og við formenn ætlum að funda í fyrramálið og fara yfir afrakstur dagsins í dag. Síðan heldur þessi vinna áfram." Þetta eru auðvitað óvenjulegar stjórnarmyndunarviðræður, með fimm flokkum, og þið veljið að fara þessa leið með málefnahópana. Heldurðu að hún muni gefast vel? „Nú er ég að gera þetta í fyrsta sinn þannig að ég get ekki sagt til um það né heldur veit ég hver árangurinn verður. Auðvitað erum við að fóta okkur í þessu ferli, en markmiðið er að minnsta kosti að gera þetta sé eins vel gert og við getum," segir Katrín.Helgi Hrafn Gunnarsson er lykilmaður hjá Pírötum þótt hann sitji ekki á þingi. Ekki er útséð um að hann taki ráðherrastól verði Píratar í ríkisstjórn.Píratar geta samþykkt að þingmenn annarra flokka verði ráðherrar Þegar fimm flokkar koma saman um að mynda ríkisstjórn er sýnt að ekki geta allir fengið sínu fram að öllu leyti. Eitt af þeim málum sem ljóst er að gera þarf málamiðlun um er sú stefna Pírata, sem samþykkt var með ályktun í febrúar á þessu ári, að Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn. Í grasrót flokksins er nú deilt um það hvort þessi krafa sé ófrávíkjanleg, eða ekki. Helgi Hrafn Gunnarsson, sem er einn lykilmanna í flokki Pírata þótt hann sitji ekki á þingi, sagðist í samtali við fréttastofu telja að Píratar muni geta gefið afslátt af þessari kröfu gagnvart öðrum flokkum, og verður tillaga þess efnis formlega lögð fyrir grasrótina síðar í þessari viku. Helgi Hrafn segist þó sjálfur telja það sjálfsagða kröfu að ráðherrar séu ekki einnig þingmenn. Sjálfur bauð hann sig ekki fram til þings í kosningunum en er virkur í starfi flokksins bak við tjöldin. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þó ekki vita það frekar en aðrir hvort hann fái sjálfur ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Fresta úthlutun þingsæta Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Sjá meira