Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir er vongóð um að hægt verði að vinna hratt næstu daga. vísir/eyþór Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Erlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Fleiri fréttir Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Sjá meira
Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Erlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Fleiri fréttir Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00