„Ekkert minna en traust á dómstólunum undir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 15:00 Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að enn eigi eftir að svara því hvort að dómarar sem áttu í föllnum fjármálafyrirtækjum fyrir hrun og dæmdu í málum sem tengdust þeim eftir hrun hafi verið vanhæfir í einstökum málum. Dómarar verði að bregðast við umræðunni með upplýsingum svo engin vafi liggi á trausti til dómara. „Ég er þeirrar skoðunar að ef menn vilja fara yfir einstök mál sem að menn hafi mögulega verið vanhæfir til þess að fjalla um eða dæma í þá verði einfaldlega að skoða það mál fyrir mál,“ sagði Bjarni sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi.Í ljós hefur komið að dómarar í Hæstarétti áttu hlut í fjármálafyrirtækjum á árunum fyrir hrun. Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar hluti í Glitni sem urðu verðlausir egar bankinn féll í hruninu 2008 og var fjárhagslegt tjón þeirra töluvert. Því hefur verið velt upp hvort að dómararnir hafi verið vanhæfir í málum sem tengdust Glitni. Um það eru skiptar skoðanir. Bjarni segir að þó að í einhverjum tilfellum hafi dómarar svarað fyrir sig og veitt upplýsingar þurfi að taka af öll tvímæli í þessum málum. „Það skiptir hins vegar verulega máli fyrir dómskerfið, dómstólinn og jafnvel einstaka dómara að bregðast við umræðunni með upplýsingumog það er ekkert minna undir en traust á dómstólunum undir,“ sagði Bjarni. „Eftir situr þessi spurning hvort að í einstölum málum hafi menn verið vanhæfir. Þeir sem áttu undir í þeim málum hljóta að vera velta því fyrir sér hvort það kunni að hafa einhver áhrif,“ sagði Bjarni en umræðu Heimis og Bjarna um þetta mál sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Sjá má þáttinn í heild sinni hér. Víglínan Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Mælir með að þeir sem telja á sér brotið í ljósi upplýsinga um fjármál hæstaréttardómara leiti til lögmanna Formaður Lögmannafélagsins segir að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. 7. desember 2016 12:45 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að enn eigi eftir að svara því hvort að dómarar sem áttu í föllnum fjármálafyrirtækjum fyrir hrun og dæmdu í málum sem tengdust þeim eftir hrun hafi verið vanhæfir í einstökum málum. Dómarar verði að bregðast við umræðunni með upplýsingum svo engin vafi liggi á trausti til dómara. „Ég er þeirrar skoðunar að ef menn vilja fara yfir einstök mál sem að menn hafi mögulega verið vanhæfir til þess að fjalla um eða dæma í þá verði einfaldlega að skoða það mál fyrir mál,“ sagði Bjarni sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi.Í ljós hefur komið að dómarar í Hæstarétti áttu hlut í fjármálafyrirtækjum á árunum fyrir hrun. Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar hluti í Glitni sem urðu verðlausir egar bankinn féll í hruninu 2008 og var fjárhagslegt tjón þeirra töluvert. Því hefur verið velt upp hvort að dómararnir hafi verið vanhæfir í málum sem tengdust Glitni. Um það eru skiptar skoðanir. Bjarni segir að þó að í einhverjum tilfellum hafi dómarar svarað fyrir sig og veitt upplýsingar þurfi að taka af öll tvímæli í þessum málum. „Það skiptir hins vegar verulega máli fyrir dómskerfið, dómstólinn og jafnvel einstaka dómara að bregðast við umræðunni með upplýsingumog það er ekkert minna undir en traust á dómstólunum undir,“ sagði Bjarni. „Eftir situr þessi spurning hvort að í einstölum málum hafi menn verið vanhæfir. Þeir sem áttu undir í þeim málum hljóta að vera velta því fyrir sér hvort það kunni að hafa einhver áhrif,“ sagði Bjarni en umræðu Heimis og Bjarna um þetta mál sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Sjá má þáttinn í heild sinni hér.
Víglínan Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Mælir með að þeir sem telja á sér brotið í ljósi upplýsinga um fjármál hæstaréttardómara leiti til lögmanna Formaður Lögmannafélagsins segir að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. 7. desember 2016 12:45 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00
Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21
Mælir með að þeir sem telja á sér brotið í ljósi upplýsinga um fjármál hæstaréttardómara leiti til lögmanna Formaður Lögmannafélagsins segir að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. 7. desember 2016 12:45