Meira um gos Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Þegar bent er á skaðsemi sykurs í fjölmiðlum þá rísa gosdrykkjaframleiðendur upp á afturfæturna. Þeir setja sig í sóknarstellingar og baráttan fyrir þeirra hagsmunum fer í annan gír. Svona til að tryggja að þjóðin haldi nú alveg örugglega áfram að drekka sig í spik. Því þá græða þeir áfram peninga. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum að viðbættur sykur sé helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bandaríski læknirinn Robert H. Lustig, sem er sérfræðingur í offitu barna og prófessor við læknadeild University of California, heldur því fram að viðbættur sykur sé eitur (e. poison) í ljósi þess hvernig líkaminn brýtur efnið niður. Víða um heim er kerfisbundið unnið að áætlunum til að draga úr sykurneyslu í þágu lýðheilsu og til að draga úr offitu. Þegar fjallað er um skaðsemi sykurs og sykraðra gosdrykkja setja stjórnendur íslenskra gosdrykkjaframleiðenda sig í samband við þrýstihóp sinn sem hér á landi er félagsskapur sem heitir Samtök iðnaðarins. Stjórnandi þessara samtaka er vel meinandi og góður maður. Það breytir því ekki að hans starf er að standa vörð um hagsmuni þeirra sem fjármagna þrýstihópinn. Hann birti grein í þessu blaði undir fyrirsögninni: „Gosið er ekki sökudólgurinn.“ Þar segir hann að allir gosdrykkir hafi verið lagðir að jöfnu í umfjöllun fjölmiðla. Það er erfitt að glöggva sig á hvaða umfjöllun vísað er til. Þegar talað er um orsakatengsl milli offitu og gosdrykkja þá er verið að vísa til drykkja sem innihalda viðbættan sykur, ekki sætuefni. Hér er verið að tala um Coke og Pepsi en ekki Coke Zero og Pepsi Max. Framkvæmdastjórinn nefnir í grein sinni að sykurneysla á Íslandi hafi minnkað um nær tíu kíló á mann á fimmtíu ára tímabili. „Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd,“ segir í greininni. Hann sleppir því hins vegar að minnast á að allur samdráttur á sykurneyslu átti sér stað á undanförnum áratug en ekki jafnt og þétt yfir tímabilið frá 1967. Minni sykurneysla á síðustu árum er til komin vegna aukinnar vitundar almennings um eigið heilsufar og skaðsemi sykurs. Ísland er samt eitt fárra vestrænna ríkja þar sem verð á gosdrykkjum hefur lækkað undanfarin ár. Neysla á sykruðu gosi er enn þá mun meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum og hlutfall feitra er hæst á Íslandi af þessum ríkjum. Sönnunargögn um beint orsakasamband sykurs og offitu hrannast upp. Stendur einhver í þeirri trú að Norðmenn, Finnar, Bretar og fjöldi borga og fylkja vestanhafs hafi þegar innleitt eða vilji innleiða sykurskatta að gamni sínu? Fyrirtæki sem selja sykraða gosdrykki hagnast á því að fólk skaði sjálft sig. Það er mikilvægt að lesendur hafi það hugfast næst þegar í fjölmiðlum birtist vörn fyrir sykrað gos sem er að drepa hluta íslensku þjóðarinnar úr offitu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Þegar bent er á skaðsemi sykurs í fjölmiðlum þá rísa gosdrykkjaframleiðendur upp á afturfæturna. Þeir setja sig í sóknarstellingar og baráttan fyrir þeirra hagsmunum fer í annan gír. Svona til að tryggja að þjóðin haldi nú alveg örugglega áfram að drekka sig í spik. Því þá græða þeir áfram peninga. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum að viðbættur sykur sé helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bandaríski læknirinn Robert H. Lustig, sem er sérfræðingur í offitu barna og prófessor við læknadeild University of California, heldur því fram að viðbættur sykur sé eitur (e. poison) í ljósi þess hvernig líkaminn brýtur efnið niður. Víða um heim er kerfisbundið unnið að áætlunum til að draga úr sykurneyslu í þágu lýðheilsu og til að draga úr offitu. Þegar fjallað er um skaðsemi sykurs og sykraðra gosdrykkja setja stjórnendur íslenskra gosdrykkjaframleiðenda sig í samband við þrýstihóp sinn sem hér á landi er félagsskapur sem heitir Samtök iðnaðarins. Stjórnandi þessara samtaka er vel meinandi og góður maður. Það breytir því ekki að hans starf er að standa vörð um hagsmuni þeirra sem fjármagna þrýstihópinn. Hann birti grein í þessu blaði undir fyrirsögninni: „Gosið er ekki sökudólgurinn.“ Þar segir hann að allir gosdrykkir hafi verið lagðir að jöfnu í umfjöllun fjölmiðla. Það er erfitt að glöggva sig á hvaða umfjöllun vísað er til. Þegar talað er um orsakatengsl milli offitu og gosdrykkja þá er verið að vísa til drykkja sem innihalda viðbættan sykur, ekki sætuefni. Hér er verið að tala um Coke og Pepsi en ekki Coke Zero og Pepsi Max. Framkvæmdastjórinn nefnir í grein sinni að sykurneysla á Íslandi hafi minnkað um nær tíu kíló á mann á fimmtíu ára tímabili. „Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd,“ segir í greininni. Hann sleppir því hins vegar að minnast á að allur samdráttur á sykurneyslu átti sér stað á undanförnum áratug en ekki jafnt og þétt yfir tímabilið frá 1967. Minni sykurneysla á síðustu árum er til komin vegna aukinnar vitundar almennings um eigið heilsufar og skaðsemi sykurs. Ísland er samt eitt fárra vestrænna ríkja þar sem verð á gosdrykkjum hefur lækkað undanfarin ár. Neysla á sykruðu gosi er enn þá mun meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum og hlutfall feitra er hæst á Íslandi af þessum ríkjum. Sönnunargögn um beint orsakasamband sykurs og offitu hrannast upp. Stendur einhver í þeirri trú að Norðmenn, Finnar, Bretar og fjöldi borga og fylkja vestanhafs hafi þegar innleitt eða vilji innleiða sykurskatta að gamni sínu? Fyrirtæki sem selja sykraða gosdrykki hagnast á því að fólk skaði sjálft sig. Það er mikilvægt að lesendur hafi það hugfast næst þegar í fjölmiðlum birtist vörn fyrir sykrað gos sem er að drepa hluta íslensku þjóðarinnar úr offitu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.