Ráðuneytið sér um sína Ólafur Stephensen skrifar 6. janúar 2017 07:00 Á Íslandi eru lagðir háir tollar á landbúnaðarvörur. Eina leiðin til að flytja inn t.d. kjöt og osta á samkeppnishæfu verði er að nýta tollkvóta. Það eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni á lægri eða engum tollum, samkvæmt samningum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) annars vegar og Evrópusambandið (ESB) hins vegar. Íslenzk stjórnvöld þrjózkast hins vegar við að úthluta tollkvótunum með því að bjóða þá upp. Uppboðin hækka verð vörunnar, þannig að í sumum tilvikum er hagur neytenda af tollfrelsinu orðinn lítill sem enginn. Eftir að samið var við ESB um að lækka tolla á ýmsum búvörum og stækka tollkvóta fyrir aðrar setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem fékk það hlutverk að gera tillögur um „viðbrögð“ við samningnum. Í honum sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og annarra innlendra framleiðenda, enda gerði hópurinn tillögur sem eru flestar til þess fallnar að hafa aftur af neytendum þann ávinning, sem fólst í tollasamningnum. Ein tillagan á uppruna sinn hjá Bændasamtökum Íslands, að tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári en ekki einu sinni eins og tíðkazt hefur. Landbúnaðarráðherrann hefur nú hrint þeirri tillögu í framkvæmd, þrátt fyrir mótmæli Félags atvinnurekenda. FA hefur bent á að þetta skerði hag bæði innflutningsfyrirtækja og neytenda. Erfiðara verði fyrir innflytjendur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Styttra kvótatímabil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki þótt greitt hafi verið fyrir þá. Tíð uppboð þýði meira umstang og kostnað fyrir innflytjendur. Allt stuðli þetta að hærra verði til neytenda. Þessi rök skipta ráðuneytið engu. Það sendi FA bréf, þar sem því er haldið fram að fyrirkomulagið sem Bændasamtökin lögðu til sé bara víst í þágu innflutningsfyrirtækja. Þetta verður óneitanlega að teljast sérkennilegt samráð við hagsmunaaðila; að gera fyrst breytingu á starfsumhverfi þeirra án þess að spyrja álits og halda því svo fram að breytingin sé gerð í þeirra þágu. Þetta er hins vegar mjög í anda allrar stjórnsýslu atvinnuvegaráðuneytisins hvað varðar innflutning á búvörum; þar er taumur innlendra framleiðenda ævinlega dreginn og minna skeytt um innflytjendur eða neytendur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru lagðir háir tollar á landbúnaðarvörur. Eina leiðin til að flytja inn t.d. kjöt og osta á samkeppnishæfu verði er að nýta tollkvóta. Það eru heimildir til innflutnings á takmörkuðu magni á lægri eða engum tollum, samkvæmt samningum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) annars vegar og Evrópusambandið (ESB) hins vegar. Íslenzk stjórnvöld þrjózkast hins vegar við að úthluta tollkvótunum með því að bjóða þá upp. Uppboðin hækka verð vörunnar, þannig að í sumum tilvikum er hagur neytenda af tollfrelsinu orðinn lítill sem enginn. Eftir að samið var við ESB um að lækka tolla á ýmsum búvörum og stækka tollkvóta fyrir aðrar setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem fékk það hlutverk að gera tillögur um „viðbrögð“ við samningnum. Í honum sátu eingöngu fulltrúar ríkisins, landbúnaðarins og annarra innlendra framleiðenda, enda gerði hópurinn tillögur sem eru flestar til þess fallnar að hafa aftur af neytendum þann ávinning, sem fólst í tollasamningnum. Ein tillagan á uppruna sinn hjá Bændasamtökum Íslands, að tollkvótarnir verði boðnir upp oft á ári en ekki einu sinni eins og tíðkazt hefur. Landbúnaðarráðherrann hefur nú hrint þeirri tillögu í framkvæmd, þrátt fyrir mótmæli Félags atvinnurekenda. FA hefur bent á að þetta skerði hag bæði innflutningsfyrirtækja og neytenda. Erfiðara verði fyrir innflytjendur að skipuleggja innflutning og birgðahald. Styttra kvótatímabil auki hættu á að kvótar fullnýtist ekki þótt greitt hafi verið fyrir þá. Tíð uppboð þýði meira umstang og kostnað fyrir innflytjendur. Allt stuðli þetta að hærra verði til neytenda. Þessi rök skipta ráðuneytið engu. Það sendi FA bréf, þar sem því er haldið fram að fyrirkomulagið sem Bændasamtökin lögðu til sé bara víst í þágu innflutningsfyrirtækja. Þetta verður óneitanlega að teljast sérkennilegt samráð við hagsmunaaðila; að gera fyrst breytingu á starfsumhverfi þeirra án þess að spyrja álits og halda því svo fram að breytingin sé gerð í þeirra þágu. Þetta er hins vegar mjög í anda allrar stjórnsýslu atvinnuvegaráðuneytisins hvað varðar innflutning á búvörum; þar er taumur innlendra framleiðenda ævinlega dreginn og minna skeytt um innflytjendur eða neytendur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun