Fullt ár framhaldsmynda Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. janúar 2017 10:15 Harrison Ford í hlutverki sínu í Blade Runner, en hún fær framhald í ár. Margir aðdáendur myndarinnar eru ekki sáttir. Firnamargt hefur verið sagt um árið 2016 og flest af því mjög slæmt og því eru margir æstir í að gera 2017 að betra ári, sem verður nú að teljast mjög jákvætt. Á internetinu vildi fólk meina að árið 2016 hefði verið árið þar sem allt mátti og nú er það sagt um 2017 að það sé holla og uppbyggilega árið. En hvernig verður þetta ár í raun og veru? Þær kvikmyndir sem koma í bíó á árinu ættu að geta gefið okkur ákveðna vísbendingu um það, sérstaklega fyrir okkur kvikmyndaaðdáendur – þá er það í raun það eina sem við viljum vita um þetta ár. Við lesum ekki spádóma heldur konkret-lista sem segja okkur nákvæmlega á hvaða degi mánaðarins hinar og þessar myndir koma í kvikmyndahús. Sé litið yfir þessa lista er kannski það sem aðallega stendur upp úr og stingur í augu að það eru fjári margar framhaldsmyndir á planinu. Árið 2017 virðist vera hápunktur í framhaldsmyndaæði Hollywood sem hefur verið að stigmagnast síðustu ár.Það er kannski vert að byrja á þeim framhaldsmyndum sem valda kvikmyndanördum mestum magaverkjum – það eru líklega myndirnar Trainspotting 2 og Blade Runner 2049. Þarna er verið að henda út framhaldi af myndum sem í hugum margra eru „heilagar“ – þær hafa báðar á sér költ-stimpil og því ákveðin helgispjöll að hrófla nokkuð við þeim eða þeirra nærumhverfi. Þó er ýmislegt sem á sama tíma bendir til þess að þessar kvikmyndir geti bara orðið nokkuð góðar. Í Trainspotting 2, eða T2 Trainspotting, eins og hún mun vera titluð, er mikið af sama fólkinu og kom að þeirri fyrri, þar með talinn leikstjórinn Danny Boyle og allir aðalleikararnir. Danny Boyle er auðvitað frábær leikstjóri og stiklur úr myndinni hafa verið nokkuð góðar. Það er í raun engin ástæða til að örvænta yfir framhaldinu á Trainspotting. Blade runner er mögulega erfiðari fyrir suma, enda er ýmislegt við fyrri myndina sem erfitt er að leika eftir, til dæmis magnað andrúmsloftið og allt þetta safaríka „retro“ útlit sem einkennir myndina.Á hinn bóginn má benda á að framhaldinu er leikstýrt af Denis Villeneuve sem hefur sýnt það og sannað að hann hefur afar gott vald á vísindaskáldskap. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson mun einnig sjá um tónlistina og hann hefur sömuleiðis sannað að hann er meistari í að skapa andrúmsloft. Síðan má bara beita jákvæðninni á restina.Aðrar framhaldsmyndir á árinu eru til að mynda framhald af hinni slöppu Prometheus sem kom út 2012 (ekki seinna vænna), hundraðasta Saw-framhaldið (þó að síðasta Saw-mynd hafi verið titluð The final chapter), áttunda Fast and the furious myndin þar sem einhver geðsýki gerist á Mývatni, Thor, ný Star Wars mynd, xXx mynd sem enginn bað um, framhald af hinni geysivinsælu Guardians of the Galaxy og fleira. Það er auðvitað alltaf erfitt að segja fyrirfram hvort kvikmynd sé gullmoli eða drasl, en það verður eiginlega að segja það hér og nú að ansi margar af þessum ofangreindu framhaldsmyndum stefna hraðbyri í að vera kvikmyndir sem ættu að fara beina leið í ruslatunnuna og raunar óskiljanlegt að einhverjum detti í hug að framleiða þær og hana nú. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kvikmyndir eru samvinnuverkefni Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. 12. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Firnamargt hefur verið sagt um árið 2016 og flest af því mjög slæmt og því eru margir æstir í að gera 2017 að betra ári, sem verður nú að teljast mjög jákvætt. Á internetinu vildi fólk meina að árið 2016 hefði verið árið þar sem allt mátti og nú er það sagt um 2017 að það sé holla og uppbyggilega árið. En hvernig verður þetta ár í raun og veru? Þær kvikmyndir sem koma í bíó á árinu ættu að geta gefið okkur ákveðna vísbendingu um það, sérstaklega fyrir okkur kvikmyndaaðdáendur – þá er það í raun það eina sem við viljum vita um þetta ár. Við lesum ekki spádóma heldur konkret-lista sem segja okkur nákvæmlega á hvaða degi mánaðarins hinar og þessar myndir koma í kvikmyndahús. Sé litið yfir þessa lista er kannski það sem aðallega stendur upp úr og stingur í augu að það eru fjári margar framhaldsmyndir á planinu. Árið 2017 virðist vera hápunktur í framhaldsmyndaæði Hollywood sem hefur verið að stigmagnast síðustu ár.Það er kannski vert að byrja á þeim framhaldsmyndum sem valda kvikmyndanördum mestum magaverkjum – það eru líklega myndirnar Trainspotting 2 og Blade Runner 2049. Þarna er verið að henda út framhaldi af myndum sem í hugum margra eru „heilagar“ – þær hafa báðar á sér költ-stimpil og því ákveðin helgispjöll að hrófla nokkuð við þeim eða þeirra nærumhverfi. Þó er ýmislegt sem á sama tíma bendir til þess að þessar kvikmyndir geti bara orðið nokkuð góðar. Í Trainspotting 2, eða T2 Trainspotting, eins og hún mun vera titluð, er mikið af sama fólkinu og kom að þeirri fyrri, þar með talinn leikstjórinn Danny Boyle og allir aðalleikararnir. Danny Boyle er auðvitað frábær leikstjóri og stiklur úr myndinni hafa verið nokkuð góðar. Það er í raun engin ástæða til að örvænta yfir framhaldinu á Trainspotting. Blade runner er mögulega erfiðari fyrir suma, enda er ýmislegt við fyrri myndina sem erfitt er að leika eftir, til dæmis magnað andrúmsloftið og allt þetta safaríka „retro“ útlit sem einkennir myndina.Á hinn bóginn má benda á að framhaldinu er leikstýrt af Denis Villeneuve sem hefur sýnt það og sannað að hann hefur afar gott vald á vísindaskáldskap. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson mun einnig sjá um tónlistina og hann hefur sömuleiðis sannað að hann er meistari í að skapa andrúmsloft. Síðan má bara beita jákvæðninni á restina.Aðrar framhaldsmyndir á árinu eru til að mynda framhald af hinni slöppu Prometheus sem kom út 2012 (ekki seinna vænna), hundraðasta Saw-framhaldið (þó að síðasta Saw-mynd hafi verið titluð The final chapter), áttunda Fast and the furious myndin þar sem einhver geðsýki gerist á Mývatni, Thor, ný Star Wars mynd, xXx mynd sem enginn bað um, framhald af hinni geysivinsælu Guardians of the Galaxy og fleira. Það er auðvitað alltaf erfitt að segja fyrirfram hvort kvikmynd sé gullmoli eða drasl, en það verður eiginlega að segja það hér og nú að ansi margar af þessum ofangreindu framhaldsmyndum stefna hraðbyri í að vera kvikmyndir sem ættu að fara beina leið í ruslatunnuna og raunar óskiljanlegt að einhverjum detti í hug að framleiða þær og hana nú.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kvikmyndir eru samvinnuverkefni Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. 12. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndir eru samvinnuverkefni Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. 12. nóvember 2016 10:00