Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 19:15 Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira