Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 16:03 Ekki verður reynt að endurvekja stemningu gamla Hverfis, segir Þórhallur Viðarsson, rekstrarstjóri Hverfisbarsins. vísir/vilhelm Nýr Hverfisbar verður opnaður aftur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs annað kvöld. Ásýnd staðarins verður þó allt önnur en áður var því umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í haust. Gamla Hverfisbarnum var lokað árið 2010 en hann var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um árabil. Nýir eigendur ætla hins vegar ekki að reyna að endurvekja gömlu stemningu staðarins, að sögn Þórhalls Viðarssonar, rekstrarstjóra nýs Hverfisbars.„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður."vísir/vilhelm„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður. Við ætlum að leggja mikla áherslu á bjór og gin, erum með fjórtán bjóra á dælu og yfir fimmtíu tegundir í gleri,“ segir Þórhallur í samtali við Vísi. Eigendur Hverfisbarsins eru þeir sömu og eiga og reka skemmtistaðinn B5 við Bankastræti; þeir Andri Sigþórsson og Þórður Ágústsson. B5 hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum en félagið, Bankastræti 5 ehf, greiddi eiganda sínum alls 57 milljónir króna í arð í fyrra, líkt og greint var frá á Vísi á þeim tíma. Þórhallur segir að hugmyndin að nýjum Hverfisbar hafi kviknað fyrir rúmlega ári síðan en að þá hafi staðið til að opna veitingastað í húsnæðinu.Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er annar eiganda Hverfisbarsins.vísir„Þetta hefur breyst mjög ört hjá okkur og hefur verið ansi langt ferli. En þetta var niðurstaðan; að breyta húsnæðinu og opna glæsilegan bar,“ segir Þórhallur. „Við höfum breytt rosalega miklu. Það voru áður tvær hæðir en við ákváðum að skera í burtu að hluta efri hæðina og hafa staðinn þá frekar opnari og með meiri lofthæð,“ bætir hann við en segist ekki vilja greina frá kostnaði við framkvæmdirnar.Sóknarfæri í breyttu umhverfi við Hverfisgötu Fjöldinn allur af skemmistöðum hefur verið opnaður í þessu tiltekna húsnæði eftir lokun gamla Hverfisbarsins árið 2010. Má þar meðal annars nefna Buddhabar, Mánabar, Park og fleira en enginn þeirra virðist hafa haft erindi sem erfiði. Breytingar á Hverfisgötu hafa verið í gangi um nokkurt skeið og er til að mynda búið að endurnýja allt yfirborð götu og gangstétta. Hótel og veitingastaðir hafa verið opnaðir samhliða þessum breytingum og þar af leiðandi hefur talsvert líf færst yfir götuna. Þórhallur segist því hafa séð ákveðið sóknarfæri í þessu betrumbætta umhverfi.Boðið verður upp á fjórtán tegundir af bjór á dælu.vísir/vilhelm„Það hafa margir reynt að halda úti rekstri þarna, en í flestum tilfellum hefur þetta verið þannig að skipt hefur verið um nafn og nýr límmiði settur í gluggann. Staðurinn var ekki í góðu ástandi þegar við tókum við honum og við höfum lagt mikla vinnu í að laga hann,“ segir Þórhallur. „Núna er búið að bæta bæði Hverfisgötuna og Smiðjustíginn, og þetta er í raun allt orðið hið flottasta. Hverfisgatan fór úr því að vera ein sóðalegasta gata borgarinnar í líklega þá flottustu og snyrtilegustu, þannig að við efumst ekki um að fólk komi til okkar.“ Formleg opnun verður á morgun en nánari upplýsingar um hana eru að finna á Facebook-síðu staðarins.Staðurinn verður stærri og opnari, að sögn Þórhalls.vísir/ Íslenskur bjór Tengdar fréttir B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Nýr Hverfisbar verður opnaður aftur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs annað kvöld. Ásýnd staðarins verður þó allt önnur en áður var því umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í haust. Gamla Hverfisbarnum var lokað árið 2010 en hann var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um árabil. Nýir eigendur ætla hins vegar ekki að reyna að endurvekja gömlu stemningu staðarins, að sögn Þórhalls Viðarssonar, rekstrarstjóra nýs Hverfisbars.„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður."vísir/vilhelm„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður. Við ætlum að leggja mikla áherslu á bjór og gin, erum með fjórtán bjóra á dælu og yfir fimmtíu tegundir í gleri,“ segir Þórhallur í samtali við Vísi. Eigendur Hverfisbarsins eru þeir sömu og eiga og reka skemmtistaðinn B5 við Bankastræti; þeir Andri Sigþórsson og Þórður Ágústsson. B5 hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum en félagið, Bankastræti 5 ehf, greiddi eiganda sínum alls 57 milljónir króna í arð í fyrra, líkt og greint var frá á Vísi á þeim tíma. Þórhallur segir að hugmyndin að nýjum Hverfisbar hafi kviknað fyrir rúmlega ári síðan en að þá hafi staðið til að opna veitingastað í húsnæðinu.Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er annar eiganda Hverfisbarsins.vísir„Þetta hefur breyst mjög ört hjá okkur og hefur verið ansi langt ferli. En þetta var niðurstaðan; að breyta húsnæðinu og opna glæsilegan bar,“ segir Þórhallur. „Við höfum breytt rosalega miklu. Það voru áður tvær hæðir en við ákváðum að skera í burtu að hluta efri hæðina og hafa staðinn þá frekar opnari og með meiri lofthæð,“ bætir hann við en segist ekki vilja greina frá kostnaði við framkvæmdirnar.Sóknarfæri í breyttu umhverfi við Hverfisgötu Fjöldinn allur af skemmistöðum hefur verið opnaður í þessu tiltekna húsnæði eftir lokun gamla Hverfisbarsins árið 2010. Má þar meðal annars nefna Buddhabar, Mánabar, Park og fleira en enginn þeirra virðist hafa haft erindi sem erfiði. Breytingar á Hverfisgötu hafa verið í gangi um nokkurt skeið og er til að mynda búið að endurnýja allt yfirborð götu og gangstétta. Hótel og veitingastaðir hafa verið opnaðir samhliða þessum breytingum og þar af leiðandi hefur talsvert líf færst yfir götuna. Þórhallur segist því hafa séð ákveðið sóknarfæri í þessu betrumbætta umhverfi.Boðið verður upp á fjórtán tegundir af bjór á dælu.vísir/vilhelm„Það hafa margir reynt að halda úti rekstri þarna, en í flestum tilfellum hefur þetta verið þannig að skipt hefur verið um nafn og nýr límmiði settur í gluggann. Staðurinn var ekki í góðu ástandi þegar við tókum við honum og við höfum lagt mikla vinnu í að laga hann,“ segir Þórhallur. „Núna er búið að bæta bæði Hverfisgötuna og Smiðjustíginn, og þetta er í raun allt orðið hið flottasta. Hverfisgatan fór úr því að vera ein sóðalegasta gata borgarinnar í líklega þá flottustu og snyrtilegustu, þannig að við efumst ekki um að fólk komi til okkar.“ Formleg opnun verður á morgun en nánari upplýsingar um hana eru að finna á Facebook-síðu staðarins.Staðurinn verður stærri og opnari, að sögn Þórhalls.vísir/
Íslenskur bjór Tengdar fréttir B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30
Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45
Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30