Villtir stofnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2017 00:00 Íslenskur efnahagur hvílir á nýtingu náttúruauðlinda. Hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu, sjávarútveg eða orkuöflun. Oft eru mjög skiptar skoðanir í samfélaginu um hvernig eigi að umgangast mikilvægar auðlindir okkar. Skýrasta dæmið er ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar og hvernig eigi að haga gjaldtöku af nýtingu á þessari auðlind innan 200 mílna efnahagslögsögu íslenska ríkisins. Villti laxastofninn okkar fær minna vægi í umræðunni. Það gera sér ekki margir grein fyrir hversu mögnuð auðlind villti laxastofninn er fyrir okkur Íslendinga og hversu miklir hagsmunir eru í húfi við verndun hans. Verndun stofnsins helst beint í hendur við þá atvinnugrein sem nú skapar mestan gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið, ferðaþjónustuna. Það er afar mikilvægt fyrir okkur að viðhalda ímynd hreinleika þegar laxveiðar á Íslandi úr villtum stofnum eru annars vegar. Umgengni við þessar atvinnugreinar, veiðar og ferðaþjónustu, er viðkvæm jafnvægislist sem gerir ríkar kröfur til okkar sem þjóðar. Sjávarklasinn svokallaði, hugveita um verðmætasköpun í sjávarútvegi og fiskvinnslu undir forystu Þórs Sigfússonar, hefur velt upp þeirri hugmynd að stjórnvöld og allur matvælaiðnaðurinn sameinist um eflingu ímyndar og vörumerkis Íslands fyrir íslensk matvæli. Sjávarklasinn vill auka samstarf við nágrannaþjóðir um markaðssetningu á Atlantshafsþorskinum, ekki síst á fjarlægari mörkuðum. Þetta er mikilvæg ábending en það þarf að gera það sama fyrir laxastofninn. Trúverðugleiki og uppruni skipta máli við markaðsetningu á vörum. Belgar hafa sterka ímynd í hugum fólks í framleiðslu á súkkulaði, Hollendingar hafa sterka ímynd í ostum og Frakkar kampavíni. Við þurfum að skapa okkur sambærilega sérstöðu á erlendum mörkuðum með bæði þorsk og lax. Ímyndarþróun á íslenskum fiski ætti að vera forgangsmál hjá stjórnvöldum til að styðja við verðmætasköpun í matvælaiðnaði. Hér skiptir máli að viðhalda hreinum villtum laxastofni en einnig að efla markaðssetningu á Atlantshafsþorskinum í samræmi við tillögur Sjávarklasans. Íslenskar sjávarafurðir munu njóta þess í verðlagningu á erlendum mörkuðum að hér þrífist villtir fiskistofnar sem eru sjálfbærir vegna skynsamlegrar auðlindanýtingar úr hreinum sjó. Vanhugsuð stefna í umhverfismálum eyðileggur möguleika okkar á að vinna með ímynd um villta sjálfbæra fiskistofna. Sjókvíeldi á laxi hefur verið bannað erlendis nákvæmlega á þessari forsendu. Regnbogasilungur hefur fundist í íslenskum sjóm og vötnum á Íslandi og voru 100 tilvik tilkynnt í september í fyrra. Um er að ræða mjög ágenga tegund sem á alls ekki heima í íslenskri náttúru. Útbreiðsla þessarar tegundar vekur upp spurningar um hvað muni gerast með lax sem sleppur úr fiskeldiskerjum. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að velja leið skynsamlegrar auðlindanýtingar þegar þorskurinn er annars vegar og er verðmætasköpun í sjávarútvegi besti vitnisburður þess. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi við umgengni á villtum laxastofnum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun
Íslenskur efnahagur hvílir á nýtingu náttúruauðlinda. Hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu, sjávarútveg eða orkuöflun. Oft eru mjög skiptar skoðanir í samfélaginu um hvernig eigi að umgangast mikilvægar auðlindir okkar. Skýrasta dæmið er ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar og hvernig eigi að haga gjaldtöku af nýtingu á þessari auðlind innan 200 mílna efnahagslögsögu íslenska ríkisins. Villti laxastofninn okkar fær minna vægi í umræðunni. Það gera sér ekki margir grein fyrir hversu mögnuð auðlind villti laxastofninn er fyrir okkur Íslendinga og hversu miklir hagsmunir eru í húfi við verndun hans. Verndun stofnsins helst beint í hendur við þá atvinnugrein sem nú skapar mestan gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið, ferðaþjónustuna. Það er afar mikilvægt fyrir okkur að viðhalda ímynd hreinleika þegar laxveiðar á Íslandi úr villtum stofnum eru annars vegar. Umgengni við þessar atvinnugreinar, veiðar og ferðaþjónustu, er viðkvæm jafnvægislist sem gerir ríkar kröfur til okkar sem þjóðar. Sjávarklasinn svokallaði, hugveita um verðmætasköpun í sjávarútvegi og fiskvinnslu undir forystu Þórs Sigfússonar, hefur velt upp þeirri hugmynd að stjórnvöld og allur matvælaiðnaðurinn sameinist um eflingu ímyndar og vörumerkis Íslands fyrir íslensk matvæli. Sjávarklasinn vill auka samstarf við nágrannaþjóðir um markaðssetningu á Atlantshafsþorskinum, ekki síst á fjarlægari mörkuðum. Þetta er mikilvæg ábending en það þarf að gera það sama fyrir laxastofninn. Trúverðugleiki og uppruni skipta máli við markaðsetningu á vörum. Belgar hafa sterka ímynd í hugum fólks í framleiðslu á súkkulaði, Hollendingar hafa sterka ímynd í ostum og Frakkar kampavíni. Við þurfum að skapa okkur sambærilega sérstöðu á erlendum mörkuðum með bæði þorsk og lax. Ímyndarþróun á íslenskum fiski ætti að vera forgangsmál hjá stjórnvöldum til að styðja við verðmætasköpun í matvælaiðnaði. Hér skiptir máli að viðhalda hreinum villtum laxastofni en einnig að efla markaðssetningu á Atlantshafsþorskinum í samræmi við tillögur Sjávarklasans. Íslenskar sjávarafurðir munu njóta þess í verðlagningu á erlendum mörkuðum að hér þrífist villtir fiskistofnar sem eru sjálfbærir vegna skynsamlegrar auðlindanýtingar úr hreinum sjó. Vanhugsuð stefna í umhverfismálum eyðileggur möguleika okkar á að vinna með ímynd um villta sjálfbæra fiskistofna. Sjókvíeldi á laxi hefur verið bannað erlendis nákvæmlega á þessari forsendu. Regnbogasilungur hefur fundist í íslenskum sjóm og vötnum á Íslandi og voru 100 tilvik tilkynnt í september í fyrra. Um er að ræða mjög ágenga tegund sem á alls ekki heima í íslenskri náttúru. Útbreiðsla þessarar tegundar vekur upp spurningar um hvað muni gerast með lax sem sleppur úr fiskeldiskerjum. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að velja leið skynsamlegrar auðlindanýtingar þegar þorskurinn er annars vegar og er verðmætasköpun í sjávarútvegi besti vitnisburður þess. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi við umgengni á villtum laxastofnum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun